Gistiforeldrar á íþróttamótum skili inn sakavottorði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 11:45 Auður Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdstjóri UMFÍ. Fréttablaðið/Ernir Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira