Gistiforeldrar á íþróttamótum skili inn sakavottorði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 11:45 Auður Inga Þorsteinsdóttir er framkvæmdstjóri UMFÍ. Fréttablaðið/Ernir Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ungmennafélag Íslands vill að yfirvöld auðveldi aðgengi íþróttafélaga hér á landi að sakaskrá og sakavottorðum. Þannig sé hægt með auðveldum hætti að komast að því hvort umsækjendur um þjálfarastörf hjá börnum og foreldrar sem taka að sér sjálfboðaliðastörf við ferðir innanlands sem utan séu með hreint sakavottorð. Samkvæmt viðbót við Íþróttalögin er óheimilt að ráða til starfa fólk sem hefur hlotið refsidóm vegna kynferðis- og annarra ofbeldisbrota auk brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni á síðastliðnum fimm árum. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta nýtilkomið í íþróttalögum en hafi verið í æskulýðslögum í einhvern tíma.Sakavottorð kostar 2500 krónur en UMFÍ getur hjálpað Hún vekur athygli á því að þetta feli í sér að áður en ferðir séu farnar þar sem foreldrar barna séu umsjónaraðilar, þeim falin umsjá með börnum, þá þurfi að framvísa sakavottorði viðkomandi foreldris. Ákvæðið nær jafnt til starfsfólks og sjálfboðaliða sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Útgáfa sakavottorðs kostar í dag 2500 krónur hjá sýslumannsembættum landsins. Auður Inga segir að félögin geti sent beiðni til UMFÍ sem geti fengið sakavottorð án þess að greiða fyrir þau. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt nokkrum flottum íþróttakrökkum á Landsmóti UMFÍ á Höfn síðastliðið sumar.UMFÍ„Við viljum einfalda þetta ferli,“ segir Auður Inga. Stór íþróttafélög séu með kannski 150 þjálfara í vinnu og svo bætist við tugir eða hundruð foreldra í sjálfboðavinnu í tengslum við mót og annað starf með börnunum. „Við hjá UMFÍ höfum upplifað að margir hafa óskað eftir sakavottorðum í tengslum ráðningu á þjálfurum,“ segir Auður Inga. Það sé ekki tilfellið með sjálfboðaliðastörf foreldra en þau skilyrði þurfi einnig að upplifa samkvæmt lögunum.Ekkert mál í nágrannalöndunum Auður segir UMFÍ hafa vakið athygli á því fyrst fyrir fimm árum að nauðsynlegt væri að auðvelda aðgengi íþróttafélaganna að þessum upplýsingum. „Bæði í Danmörku og Finnlandi geta ákveðnir aðilar hjá félögunum með einföldum hætti slegið inn kennitölur og fengið svör,“ segir Auður Inga. Markmiðið sé að sjálfsögðu að auðvelda starfið og gera stjórnendum kleift að ráða starfsfólk og sjálfboðaliða sem hæfa börnum.Málið var til umræðu í Reykjavík síðdegis þar sem Auður Inga sat fyrir svörum.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira