Mótmæli hafa staðið yfir í rúman mánuð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:30 250 manns hafa látið lífið í átökum mótmælenda og öryggissveita í Írak. Mótmælin hafa staðið yfir í rúman mánuð eða frá 1. október síðastliðnum. Fjórir voru skotnir til bana í vikunni og 35 manns eru særðir. Nordicphotos/Getty Íraskar öryggissveitir skutu í það minnsta fjóra mótmælendur til bana og 35 særðust í átökum sem brutust út í nágrenni Shuhada-brúarinnar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í vikunni. Þá kveiktu tugir mótmælenda í hjólbörðum umhverfis Umm Qasr-hafnarsvæðið og hindruðu þannig að flutningabílar kæmust inn á hafnarsvæðið með lífsnauðsynleg gögn fyrir íbúa landsins, svo sem matvæli. Reuters greinir frá. Blóðug mótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad og fleiri borgum í suðurhluta Íraks hafa staðið yfir í landinu í rúman mánuð og að sögn írösku lögreglunnar virðist ekkert lát vera á mótmælunum. Rúmlega 250 mótmælendur hafa látið lífið síðan 1. október. Mótmælin hófust eftir að grasrótarhreyfingar ungra Íraka settu fram kröfur um að ráðist yrði í aðgerðir til að skapa þeim atvinnutækifæri og að spilling í landinu yrði upprætt. Stjórnvöld í Írak hafa reynt ýmsar leiðir til að róa mótmælendur en ekkert virðist ganga. Ríkjandi stjórn landsins hefur aldrei áður í valdatíð sinni staðið frammi fyrir slíkri áskorun en ró hefur verið yfir landinu eftir ósigur Íslamska ríkisins árið 2017. Öryggisgæsla er betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og atvinnuleysi er mikið. Ein leið sem stjórnvöld hafa beitt til að reyna að stöðva mótmælin var að slökkva á internetinu í landinu en það hefur ekki skilað tilsettum árangri. Lokun internetsins hefur hins vegar teygt anga sína inn í bæði einkarekin fyrirtæki og bankakerfi landsins sem hafa þannig tapað stórum fjárhæðum. Áætla má að samanlagt tap banka, fjarskiptafyrirtækja, ferðaþjónustu og bókunarskrifstofa íraskra flugfélaga sé um 40 milljónir Bandaríkjadala á hverjum degi, sem þýðir tap upp á einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala á þeim rúma mánuði sem mótmælin hafa staðið yfir. Stjórnvöld hafa gefið það út að umræður um að ganga að kröfum mótmælenda standi yfir en ekki hafa enn komið fram tillögur sem mæta kröfum þeirra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr hópi mótmælenda um að nú sé of seint að mæta kröfum þeirra um aukinn jöfnuð, fleiri störf og upprætingu spillingar. Sömu raddir hafa sett fram auknar kröfur um breytt vinnulag ríkisstofnana ásamt breyttu kosninga- og stjórnkerfi. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Íraskar öryggissveitir skutu í það minnsta fjóra mótmælendur til bana og 35 særðust í átökum sem brutust út í nágrenni Shuhada-brúarinnar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í vikunni. Þá kveiktu tugir mótmælenda í hjólbörðum umhverfis Umm Qasr-hafnarsvæðið og hindruðu þannig að flutningabílar kæmust inn á hafnarsvæðið með lífsnauðsynleg gögn fyrir íbúa landsins, svo sem matvæli. Reuters greinir frá. Blóðug mótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad og fleiri borgum í suðurhluta Íraks hafa staðið yfir í landinu í rúman mánuð og að sögn írösku lögreglunnar virðist ekkert lát vera á mótmælunum. Rúmlega 250 mótmælendur hafa látið lífið síðan 1. október. Mótmælin hófust eftir að grasrótarhreyfingar ungra Íraka settu fram kröfur um að ráðist yrði í aðgerðir til að skapa þeim atvinnutækifæri og að spilling í landinu yrði upprætt. Stjórnvöld í Írak hafa reynt ýmsar leiðir til að róa mótmælendur en ekkert virðist ganga. Ríkjandi stjórn landsins hefur aldrei áður í valdatíð sinni staðið frammi fyrir slíkri áskorun en ró hefur verið yfir landinu eftir ósigur Íslamska ríkisins árið 2017. Öryggisgæsla er betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og atvinnuleysi er mikið. Ein leið sem stjórnvöld hafa beitt til að reyna að stöðva mótmælin var að slökkva á internetinu í landinu en það hefur ekki skilað tilsettum árangri. Lokun internetsins hefur hins vegar teygt anga sína inn í bæði einkarekin fyrirtæki og bankakerfi landsins sem hafa þannig tapað stórum fjárhæðum. Áætla má að samanlagt tap banka, fjarskiptafyrirtækja, ferðaþjónustu og bókunarskrifstofa íraskra flugfélaga sé um 40 milljónir Bandaríkjadala á hverjum degi, sem þýðir tap upp á einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala á þeim rúma mánuði sem mótmælin hafa staðið yfir. Stjórnvöld hafa gefið það út að umræður um að ganga að kröfum mótmælenda standi yfir en ekki hafa enn komið fram tillögur sem mæta kröfum þeirra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr hópi mótmælenda um að nú sé of seint að mæta kröfum þeirra um aukinn jöfnuð, fleiri störf og upprætingu spillingar. Sömu raddir hafa sett fram auknar kröfur um breytt vinnulag ríkisstofnana ásamt breyttu kosninga- og stjórnkerfi.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent