Borðleggjandi að kirkjur í Reykjavík verði seldar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 19:30 Prófessor í guðfræði telur víst að hagræðing muni fara fram innan kirkjunnar og að kirkjur verði seldar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi. Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi.
Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira