Tveir fimmtán ára drengir á meðal hinna látnu í gámnum Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 20:32 Málið hefur vakið mikinn óhug um allan heim. Vísir/Getty Lögregla hefur birt nöfn þeirra 39 sem fundust látin í kæligámi flutningabíls í Essex í Bretlandi þann 23. október síðastliðinn. Öll hinna látnu voru víetnamskir ríkisborgarar. Tíu hinna látnu voru undir tvítugu og þar af tveir drengir aðeins fimmtán ára gamlir, þeir Dinh Dinh Binh og Nguyen Huy Hung. Elsta fórnarlambið var hinn 44 ára gamli Le Ngoc Thanh samkvæmt lista sem BBC hefur birt. Í gámnum fundust 31 karlmaður og átta konur.Sjá einnig: Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Lögregla hafði áður gefið það út að nokkurn tíma gæti tekið að bera kennsl á líkin þar sem um væri að ræða umfangsmikla aðgerð. Voru fingraför, húðflúr, ör, tanngreiningar og DNA-próf notuð til þess að bera kennsl á hin látnu. Öll fórnarlömbin eru frá Víetnam en áður var talið að um væri að ræða kínverska ríkisborgara. Eftir að áhyggjufullar fjölskyldur í Víetnam fóru að setja sig í samband við yfirvöld í Bretlandi og lýsa yfir áhyggjum af ástvinum sínum kom fljótlega í ljós að áhyggjur þeirra væru á rökum reistar.„Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið.“ Hin 26 ára gamla Pham Thi Tra My var einnig á meðal fórnarlambanna. Degi áður en líkin fundust í gámi bílsins hafði hún sent móður sinni skilaboð þar sem hún sagði ferðalag sitt hafa mistekist. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði í skilaboðum Tra My.Pham Thi Tra My var 26 ára.Bróðir Tra My fullyrti að hann hafði þurft að greiða tæplega fimm milljónir íslenskra króna fyrir það að koma systur sinni til Bretlands. Hann hefði síðast heyrt í henni í Belgíu en hún lagði af stað frá Víetnam þann 3. október. Bílstjóri vörubílsins, hinn norður-írski Maurice Robinson, hefur verið í úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins grunaður um 39 manndráp. Þá var einnig lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsóknina en þeir eru einnig grunaðir um manndráp og mansal. Bretland England Víetnam Tengdar fréttir Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30 Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33 Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Lögregla hefur birt nöfn þeirra 39 sem fundust látin í kæligámi flutningabíls í Essex í Bretlandi þann 23. október síðastliðinn. Öll hinna látnu voru víetnamskir ríkisborgarar. Tíu hinna látnu voru undir tvítugu og þar af tveir drengir aðeins fimmtán ára gamlir, þeir Dinh Dinh Binh og Nguyen Huy Hung. Elsta fórnarlambið var hinn 44 ára gamli Le Ngoc Thanh samkvæmt lista sem BBC hefur birt. Í gámnum fundust 31 karlmaður og átta konur.Sjá einnig: Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Lögregla hafði áður gefið það út að nokkurn tíma gæti tekið að bera kennsl á líkin þar sem um væri að ræða umfangsmikla aðgerð. Voru fingraför, húðflúr, ör, tanngreiningar og DNA-próf notuð til þess að bera kennsl á hin látnu. Öll fórnarlömbin eru frá Víetnam en áður var talið að um væri að ræða kínverska ríkisborgara. Eftir að áhyggjufullar fjölskyldur í Víetnam fóru að setja sig í samband við yfirvöld í Bretlandi og lýsa yfir áhyggjum af ástvinum sínum kom fljótlega í ljós að áhyggjur þeirra væru á rökum reistar.„Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið.“ Hin 26 ára gamla Pham Thi Tra My var einnig á meðal fórnarlambanna. Degi áður en líkin fundust í gámi bílsins hafði hún sent móður sinni skilaboð þar sem hún sagði ferðalag sitt hafa mistekist. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ sagði í skilaboðum Tra My.Pham Thi Tra My var 26 ára.Bróðir Tra My fullyrti að hann hafði þurft að greiða tæplega fimm milljónir íslenskra króna fyrir það að koma systur sinni til Bretlands. Hann hefði síðast heyrt í henni í Belgíu en hún lagði af stað frá Víetnam þann 3. október. Bílstjóri vörubílsins, hinn norður-írski Maurice Robinson, hefur verið í úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins grunaður um 39 manndráp. Þá var einnig lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsóknina en þeir eru einnig grunaðir um manndráp og mansal.
Bretland England Víetnam Tengdar fréttir Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30 Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33 Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
Segja vörubílinn hafa verið í bílalest sem flutti yfir hundrað innflytjendur Ættingjar sumra þeirra 39 sem óttast er að hafi látist um borð í tengivagni vörubíls sem fannst í Essex í Bretlandi í vikunni hafi verið hluti af þriggja bíla vörubílalest. Segja þeir að yfir 100 innflytjendur hafi verið fluttir til Bretlands með vörubílunum. 26. október 2019 14:30
Fólkið sem lést í gámnum var allt Víetnamar Upphaflega var talið að 39 manns sem fundust látnir í gámabíl væru Kínverjar. 1. nóvember 2019 22:33
Biður bræður um að gefa sig fram vegna vörubílsins í Essex Lögregla í Bretlandi hefur lýst eftir tveimur norður-írskum bræðrum í tengslum við rannsókn á dauða 39 manna sem fundust látin í vörubíl í bænum Grays í síðasta mánuði. 1. nóvember 2019 11:35