Ingi Þór: Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2019 22:35 Ingi messar yfir sínum mönnum. vísir/bára Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15