Ingi Þór: Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2019 22:35 Ingi messar yfir sínum mönnum. vísir/bára Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var ekki kátur eftir sjö stiga tap KR gegn Tindastól á heimavelli í kvöld. Lokatölur 92-85 og vandaði Ingi ekki fyrirliða Tindastóls kveðjurnar að leik loknum en Helgi Rafn Viggóson tók Jón Arnór Stefánsson úr leiknum í fjórða leikhluta. Reikna má þó með að um óviljaverk hafi verið að ræða. „Ég er að skoða það, slakaðu á maður,“ sagði Ingi Þór við Svala í beinni útsendingu beint eftir leik. Ingi Þór fór svo yfir það sem fór úrskeiðis í DHL höllinni í kvöld. „Það er fullt af litlum hlutum. Rosalega mikið af litlum hlutum í gegnum leikinn sem eru ekki að falla með okkur og við erum ekki nógu grimmir í að klára.“ „Ef lið pakka gegn okkur þá tökum við opin skot. Við vorum að fá fín skot en við vorum ekki að hitta nægilega vel,“ sagði Ingi Þór um skotnýtingu sinna manna í kvöld en hún var arfaslök. „Mér fannst Kristófer illa tekinn í þessum leik og spilaði lítið. Ég hefði viljað nota hann því við erum ekki með alla í 100% standi,“ sagði Ingi um leik Kristófers Acox í kvöld en sá fékk sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta. Ingi Þór var alls ekki sáttur með dómara leiksins og gaf til kynna að oftar en ekki slyppu menn með svipuð brot inn á vellinum. Þá snérist athyglin að Helga Rafni Viggósyni, fyrirliða Tindastóls, en hann braut illa á Jón Arnóri Stefánssyni undir lok þriðja leikhluta og lék Jón Arnór ekki meira í kvöld. „Mér fannst brotið hans Helga ljótt og ég er búinn að fá nóg af þessu. Þetta er ekki fyrsti maðurinn sem hann meiðir þegar sóknarmaðurinn fer í skot og það á að taka þetta út, hætta þessu.“ „Við gerum alltof mikil mistök í vörninni og þeir nýttu sér það vel í dag. Þetta er gott Tindastóls lið en með þessari frammistöðu sem við sýndum í kvöld hefðum við unnið ÍR en það dugði ekki í dag á móti frábæru Tindastólsliði. Nóvember mánuður er krefjandi og næsta verkefni er Keflavík og við þurfum bæta okkur þar,“ sagði Ingi Þór að lokum en KR mætir Keflavík á útivelli í næstu umferð en Keflavík á enn eftir að tapa leik í deildinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 85-92 | Tindastóll vann KR í rafmögnuðum leik Tindastóll lagði KR í DHL höllinni í rafmögnuðum leik í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 92-85 Tindastól í vil og annað tap KR í röð því staðreynd. 8. nóvember 2019 22:15