Burknagata opnuð fyrir umferð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. nóvember 2019 23:00 Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Vísir Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sinnum hefur verið sprengt vegna þeirra. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar byggingar. Í meira en ár hefur verið unnin jarðvegsvinna fyrir stærstu bygginguna það er nýjan meðferðarkjarna en bæði hefur verið grafið og sprengt. Misjafnlega mikið er sprengt í hvert sinn en stundum er nokkuð tilkomumikið að fylgjast með þegar sprengt er líkt og sjá má á myndbandi sem starfsmaður verkefnisins, Guðjón Magnússon, tók um miðjan október.„Það er búið að sprengja eitthvað í kringum þúsund sprengingar,ׅ“ segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins. Gömlu Hringbrautinni var lokað þegar framkvæmdir hófust en á morgun verður hluti hennar opnaður fyrir umferð aftur. „Þetta er gamla Hringbrautin opnuð með nýju nafni Burknagata og þetta verður megingatan hér í gegnum þetta svæði og fer hér í áttina að Umferðarmiðstöðinni. Gaman að segja frá því líka að þetta er sex akreina gata og tvær akreinar verða í algjörri biðstöðu en það eru fyrstu akreinar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir Borgarlínu og þær munu bíða eftir því að Borgarlínan verði að veruleika og síðan tengist hér gatan áfram,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að framkvæmdum miði vel er enn mikið eftir. „Eins og það er í fjármálaáætlun þá er horft á það að þessu verki fullljúki, ekki bara meðferðarkjarnanum, heldur líka næsta húsi sem er rannsóknarhúsið og svo bílastæða, tækni- og skrifstofuhús að þessu ljúki öllu 2025,“ segir Gunnar. Landspítalinn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Framkvæmdum miðar vel á svæðinu en yfir eitt þúsund sinnum hefur verið sprengt vegna þeirra. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við byggingu nýs Landspítala. Alls er verið að reisa fjórar byggingar. Í meira en ár hefur verið unnin jarðvegsvinna fyrir stærstu bygginguna það er nýjan meðferðarkjarna en bæði hefur verið grafið og sprengt. Misjafnlega mikið er sprengt í hvert sinn en stundum er nokkuð tilkomumikið að fylgjast með þegar sprengt er líkt og sjá má á myndbandi sem starfsmaður verkefnisins, Guðjón Magnússon, tók um miðjan október.„Það er búið að sprengja eitthvað í kringum þúsund sprengingar,ׅ“ segir Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins. Gömlu Hringbrautinni var lokað þegar framkvæmdir hófust en á morgun verður hluti hennar opnaður fyrir umferð aftur. „Þetta er gamla Hringbrautin opnuð með nýju nafni Burknagata og þetta verður megingatan hér í gegnum þetta svæði og fer hér í áttina að Umferðarmiðstöðinni. Gaman að segja frá því líka að þetta er sex akreina gata og tvær akreinar verða í algjörri biðstöðu en það eru fyrstu akreinar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir Borgarlínu og þær munu bíða eftir því að Borgarlínan verði að veruleika og síðan tengist hér gatan áfram,“ segir Gunnar. Þrátt fyrir að framkvæmdum miði vel er enn mikið eftir. „Eins og það er í fjármálaáætlun þá er horft á það að þessu verki fullljúki, ekki bara meðferðarkjarnanum, heldur líka næsta húsi sem er rannsóknarhúsið og svo bílastæða, tækni- og skrifstofuhús að þessu ljúki öllu 2025,“ segir Gunnar.
Landspítalinn Reykjavík Samgöngur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira