Berskjölduð Dýrfinna Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 31. október 2019 07:00 Countess Malaise kemur fram á Tiny terror-viðburðinum á Iðnó í kvöld. Fyrsta plata rapparans Dýrfinnu Benitu kom út á miðnætti, en hún rappar undir nafninu Countess Malaise. Platan heitir Hystería og snertir á ýmsum þemum sem eru Dýrfinnu hugleikin.Erfitt að kveðja pabba „Í kvöld er ég að spila á Tiny Terror í Iðnó, en það var löngu ákveðið áður en að ljóst var að platan kæmi út í dag,“ segir Dýrfinna en hrekkjavökustemning mun ríkja á viðburðinum í kvöld. Platan hefur verið í vinnslu í um ár, en lögin sem á henni eru hafa aldrei heyrst áður. „Ég kláraði námið mitt í Amsterdam árið 2018, en þar lærði ég myndlist og hönnun. Á meðan ég var í náminu þá hóf ég að gera tónlist undir nafninu Countess Malaise. Ég fékk fljótlega athygli og byrjaði strax að spila í Evrópu og hérlendis, mjög reglulega og á meðan ég var í skóla. Dagskráin var mjög þétt hjá mér. Eftir útskrift ákvað ég að það væri gott að gera heildstætt verk, heila plötu.“ Dýrfinna segist hafa flutt heim, ekki einungis til að vinna í plötunni heldur einnig í sjálfri sér. „Ég var orðin ótrúlega andlega veik. Pabbi minn var líka orðinn mjög gamall og ég vildi vera hérna á landinu hjá honum.“ Faðir Dýrfinnu lést fyrr í vikunni og segir hún að það hafi verið henni ómetanlegt að fá að vera með honum síðustu dagana. Langaði að vera berskjölduð Dýrfinna var byrjuð á einu lagi áður en hún útskrifaðist. „Þetta var búið að vera mér hugleikið lengi. Rappheimurinn hérna heima samanstendur mest af strákum. Senan er smá einsleit, hvítir ungir strákar að rappa um sömu hlutina. Mig langaði að koma með eitthvað öðruvísi, hugsa út fyrir boxið. Mig langaði líka að opna mig og vera berskjölduð.“ Hún segir einnig að hana hafi langað að vera einhvers konar fyrirmynd fyrir þá sem upplifa sig utanvelta. „Fólk sem hefur ekki neinn á svipuðu reki til að líta upp til innan íslensku senunnar. Þá er ég að tala um stelpur, non-binary, fólk í LGBTQ+ samfélaginu og marga fleiri, sem ég styð af öllu hjarta. Ég skilgreini mig ekki endilega nákvæmlega innan samfélagsins, sjálfri finnst mér ekki skipta máli að kynferði mitt komi fram. Ég leik mér mikið með sjálfið og kynímyndir. Áður hefði ég verið kölluð strákastelpa en núna er það algjörlega úrelt hugtak. Mig langar að vera fyrirmynd fyrir fólk sem hefur upplifað sig utanveltu, jafnvel fólk með geðheilsuvandamál þar sem ég þekki það vel af eigin raun.“ Rappar um andlegu veikindin Margir af bestu vinum Dýrfinnu og einnig fjölskyldumeðlimir tilheyra LGBTQ+ samfélaginu og því eðlilegt að það hafi orðið henni innblástur. „Ástæðan fyrir nafninu á plötunni minni, Hystería, er sú að það er dregið af forngríska orðinu yfir leg. Hér áður fyrr var það notað yfir konur sem voru settar á geðveikrahæli, fengu rafstuð og illa meðferð. Þessar konur voru þar áður kallaðar nornir. Konur með skoðanir eða kvíða, sem földu ekki kynferði sitt, sem tóku áhættu og börðust fyrir réttindum sínum. Þær voru bara afskrifaðar sem geðveikar, sagt að þær væru með hysteríu. Því finnst mér orðið eiga vel við og það sem ég stend fyrir. Á plötunni rappa ég um allt frá losta yfir í reiði, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. En þess á milli er ég líka mjög berskjölduð og mjúk í mér.“ Hysteríu er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira
Fyrsta plata rapparans Dýrfinnu Benitu kom út á miðnætti, en hún rappar undir nafninu Countess Malaise. Platan heitir Hystería og snertir á ýmsum þemum sem eru Dýrfinnu hugleikin.Erfitt að kveðja pabba „Í kvöld er ég að spila á Tiny Terror í Iðnó, en það var löngu ákveðið áður en að ljóst var að platan kæmi út í dag,“ segir Dýrfinna en hrekkjavökustemning mun ríkja á viðburðinum í kvöld. Platan hefur verið í vinnslu í um ár, en lögin sem á henni eru hafa aldrei heyrst áður. „Ég kláraði námið mitt í Amsterdam árið 2018, en þar lærði ég myndlist og hönnun. Á meðan ég var í náminu þá hóf ég að gera tónlist undir nafninu Countess Malaise. Ég fékk fljótlega athygli og byrjaði strax að spila í Evrópu og hérlendis, mjög reglulega og á meðan ég var í skóla. Dagskráin var mjög þétt hjá mér. Eftir útskrift ákvað ég að það væri gott að gera heildstætt verk, heila plötu.“ Dýrfinna segist hafa flutt heim, ekki einungis til að vinna í plötunni heldur einnig í sjálfri sér. „Ég var orðin ótrúlega andlega veik. Pabbi minn var líka orðinn mjög gamall og ég vildi vera hérna á landinu hjá honum.“ Faðir Dýrfinnu lést fyrr í vikunni og segir hún að það hafi verið henni ómetanlegt að fá að vera með honum síðustu dagana. Langaði að vera berskjölduð Dýrfinna var byrjuð á einu lagi áður en hún útskrifaðist. „Þetta var búið að vera mér hugleikið lengi. Rappheimurinn hérna heima samanstendur mest af strákum. Senan er smá einsleit, hvítir ungir strákar að rappa um sömu hlutina. Mig langaði að koma með eitthvað öðruvísi, hugsa út fyrir boxið. Mig langaði líka að opna mig og vera berskjölduð.“ Hún segir einnig að hana hafi langað að vera einhvers konar fyrirmynd fyrir þá sem upplifa sig utanvelta. „Fólk sem hefur ekki neinn á svipuðu reki til að líta upp til innan íslensku senunnar. Þá er ég að tala um stelpur, non-binary, fólk í LGBTQ+ samfélaginu og marga fleiri, sem ég styð af öllu hjarta. Ég skilgreini mig ekki endilega nákvæmlega innan samfélagsins, sjálfri finnst mér ekki skipta máli að kynferði mitt komi fram. Ég leik mér mikið með sjálfið og kynímyndir. Áður hefði ég verið kölluð strákastelpa en núna er það algjörlega úrelt hugtak. Mig langar að vera fyrirmynd fyrir fólk sem hefur upplifað sig utanveltu, jafnvel fólk með geðheilsuvandamál þar sem ég þekki það vel af eigin raun.“ Rappar um andlegu veikindin Margir af bestu vinum Dýrfinnu og einnig fjölskyldumeðlimir tilheyra LGBTQ+ samfélaginu og því eðlilegt að það hafi orðið henni innblástur. „Ástæðan fyrir nafninu á plötunni minni, Hystería, er sú að það er dregið af forngríska orðinu yfir leg. Hér áður fyrr var það notað yfir konur sem voru settar á geðveikrahæli, fengu rafstuð og illa meðferð. Þessar konur voru þar áður kallaðar nornir. Konur með skoðanir eða kvíða, sem földu ekki kynferði sitt, sem tóku áhættu og börðust fyrir réttindum sínum. Þær voru bara afskrifaðar sem geðveikar, sagt að þær væru með hysteríu. Því finnst mér orðið eiga vel við og það sem ég stend fyrir. Á plötunni rappa ég um allt frá losta yfir í reiði, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. En þess á milli er ég líka mjög berskjölduð og mjúk í mér.“ Hysteríu er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Sjá meira