„Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2025 10:49 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir málið verða skoðað með systurstöðvum RÚV á Norðurlöndum. Vísir/Ívar Fannar Breytingar á reglum um atkvæðagreiðslu í Eurovision og kynningu laga eru skref í rétta átt en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort Ísland muni taka þátt eða ekki í keppninni á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum útvarpsstjóra til fréttastofu en Ísland hefur til 10. desember til að tilkynna af eða á um þátttöku. Breytingarnar voru kynntar í morgun og eiga að tryggja hlutleysi. Þær eru viðbragð við áhyggjum margra þátttökuþjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. Breytingarnar fela í sér hertari takmarkanir gegn markaðssetningu þriðja aðila, til dæmis vegna herferða sem studdar séu af stjórnvöldum. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segist þannig ekki umbera tilraunir til að hafa áhrif á úrslitin. Fara yfir málið með systurstöðvunum „Þessar aðgerðir EBU eru klárlega skref í rétta átt en við eigum eftir að fara nánar yfir þetta og munum einnig ræða þetta við systurstöðvar okkar á Norðurlöndunum í aðdraganda EBU fundarins í desember,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í skriflegu svari til fréttastofu. Stefán Jón Hafstein formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir í samtali við Vísi að stjórnarfundur RÚV verði í næstu viku þar sem þátttaka Íslands verður rædd. Aðalfundur EBU fari svo fram í þarnæstu viku, 4. og 5. desember þar sem væntanlega verði tekin afstaða af eða á. „Fresturinn til að tilkynna um þátttöku er ekki runninn út, við höfum til 10. desember til að tilkynna af eða á.“ Mikill styr um þátttöku Ísrael Einnig voru kynntar breytingar á atkvæðagreiðslunni, nú verður einungis hægt að kjósa tíu sinnum í stað tuttugu sinnum. Ísraelar lentu í fyrra í öðru sæti í keppninni og var framlag landsins með flest atkvæði meðal áhorfenda en bent hefur verið á að utanríkisráðuneyti landsins hafi fjármagnað alþjóðlega herferð til að kynna lagið í 35 löndum. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku landsins í keppninni í ár vegna hernaðar á Gasa og hafði verið boðað til aukaþings EBU í nóvember þar sem átti að greiða atkvæði um framtíð Ísrael í keppninni. Hætt var við atkvæðagreiðsluna í október þegar friðarsamkomulag náðist milli Ísrael og Hamas. RÚV hafði áður gert fyrirvara um þátttöku verði Ísrael með í keppninni í ár en nokkrar þjóðir á borð við Spán, Slóveníu, Írland og Holland höfðu fyrr á árinu, áður en friðarsamkomulag var í höfn, sagt að þær yrðu ekki með yrði Ísrael með. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Breytingarnar voru kynntar í morgun og eiga að tryggja hlutleysi. Þær eru viðbragð við áhyggjum margra þátttökuþjóða af afskiptum Ísraela af atkvæðagreiðslu í fyrra. Breytingarnar fela í sér hertari takmarkanir gegn markaðssetningu þriðja aðila, til dæmis vegna herferða sem studdar séu af stjórnvöldum. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segist þannig ekki umbera tilraunir til að hafa áhrif á úrslitin. Fara yfir málið með systurstöðvunum „Þessar aðgerðir EBU eru klárlega skref í rétta átt en við eigum eftir að fara nánar yfir þetta og munum einnig ræða þetta við systurstöðvar okkar á Norðurlöndunum í aðdraganda EBU fundarins í desember,“ segir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri í skriflegu svari til fréttastofu. Stefán Jón Hafstein formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir í samtali við Vísi að stjórnarfundur RÚV verði í næstu viku þar sem þátttaka Íslands verður rædd. Aðalfundur EBU fari svo fram í þarnæstu viku, 4. og 5. desember þar sem væntanlega verði tekin afstaða af eða á. „Fresturinn til að tilkynna um þátttöku er ekki runninn út, við höfum til 10. desember til að tilkynna af eða á.“ Mikill styr um þátttöku Ísrael Einnig voru kynntar breytingar á atkvæðagreiðslunni, nú verður einungis hægt að kjósa tíu sinnum í stað tuttugu sinnum. Ísraelar lentu í fyrra í öðru sæti í keppninni og var framlag landsins með flest atkvæði meðal áhorfenda en bent hefur verið á að utanríkisráðuneyti landsins hafi fjármagnað alþjóðlega herferð til að kynna lagið í 35 löndum. Mikinn styr hefur staðið um þátttöku landsins í keppninni í ár vegna hernaðar á Gasa og hafði verið boðað til aukaþings EBU í nóvember þar sem átti að greiða atkvæði um framtíð Ísrael í keppninni. Hætt var við atkvæðagreiðsluna í október þegar friðarsamkomulag náðist milli Ísrael og Hamas. RÚV hafði áður gert fyrirvara um þátttöku verði Ísrael með í keppninni í ár en nokkrar þjóðir á borð við Spán, Slóveníu, Írland og Holland höfðu fyrr á árinu, áður en friðarsamkomulag var í höfn, sagt að þær yrðu ekki með yrði Ísrael með.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Fleiri fréttir „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“