Fengum fágaða borgara við brotthvarf McDonald's Ari Brynjólfsson skrifar 31. október 2019 07:00 Curver Thoroddsen framkvæmdi gjörning árið 2003 þar sem hann borðaði ekkert nema hamborgaratilboð. Fyrsti bitinn var tekinn á McDonald's. Fréttablaðið/Hari Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira