Fengum fágaða borgara við brotthvarf McDonald's Ari Brynjólfsson skrifar 31. október 2019 07:00 Curver Thoroddsen framkvæmdi gjörning árið 2003 þar sem hann borðaði ekkert nema hamborgaratilboð. Fyrsti bitinn var tekinn á McDonald's. Fréttablaðið/Hari Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira
Mér fannst eins og Ísland hefði fengið sjálfstæðið aftur þegar McDonald’s fór. Í staðinn höfum við fengið mun fágaðri hamborgara,“ segir Curver Thoroddsen, listamaður og hamborgaraunnandi. Um mánaðamótin verða liðin tíu ár frá því að McDonald’s hætti á Íslandi eftir 16 ára dvöl. Greint var frá því í fréttum 26. október 2009 að McDonald’s yrði lokað um mánaðamótin. Mikið fát kom á almenning sem hafði fram að því litið á skyndibitakeðjuna sem sjálfsagðan hlut í matarflórunni. Á forsíðu Fréttablaðsins fyrir tíu árum var mynd af örtröð fyrir utan McDonald’s í Faxafeni. „Salan hefur ekki bara magnast, hún fór í túrbó. Öll þessi vika hefur verið undirlögð, frá morgni til kvölds,“ sagði Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald’s. Seldust um 10 þúsund hamborgarar á dag og þurfti að bæta við starfsfólki. Á fimmtudeginum 29. október kláruðust allir BigMac-borgararnir um tíma. Ástæða brotthvarfs skyndibitarisans var efnahagsumhverfið á Íslandi. Samkvæmt kröfum og stöðlum McDonald’s þurfti að kaupa inn kjöt, ost, grænmeti og annað að utan, sem var mjög óhagstætt eftir gengishrunið auk hárra tolla. Í stað McDonald’s kom Metro, sambærilegur skyndibitastaður sem notaði innlent hráefni. Á síðasta deginum kostaði einn hamborgari 230 krónur. Curver framdi umtalaðan gjörning árið 2003 þegar hann borðaði hamborgara í öll mál í heila viku. Hann byrjaði gjörninginn á McDonald’s. „Það var táknrænt fyrir Hamborgaratúrinn að byrja á McDonalds. Bæði er hamborgarinn sjálfur tákn skyndibita og dægurmenningar, svo er McDonald’s toppurinn á því,“ segir Curver. Hann segir að þegar skyndibitarisinn yfirgaf Ísland fyrir áratug hafi honum þótt það jákvæð þróun þó svo að borgararnir hafi verið góðir á bragðið. „Það voru margir mjög ánægðir þegar McDonald’s kom árið 1993, að þá værum við orðin þjóð meðal þjóða. Ég leit öfugt á það, því þegar McDonald’s fór þá fékk Ísland aftur sjálfstæðið frá amerísku nýlenduherrunum.“ Curver á enn þá umbúðirnar utan af stjörnumáltíðinni sem hann snæddi snemma á öldinni og eru þær nú safngripur. Aðspurður hvaða þýðingu það hafi haft að missa McDonald’s, nú þegar litið er áratug aftur í tímann, segir Curver það hafa leitt til mikillar grósku í hamborgurum. „Það hefur orðið mjög góð þróun frá skyndibitahamborgurum yfir í svokallaða sælkeraborgara. Við urðum laus undan vissri áþján þegar McDonald’s fór. Í dag er miklu meiri breidd en fyrir áratug.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Veitingastaðir Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Sjá meira