Líkti forseta þingsins við Scarface og tennisboltavél í kveðjuræðu Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 23:30 Bercow yfirgaf þingsal í síðasta skipti í dag. Vísir/EPA John Bercow, nafntogaði forseti neðri deildar breska þingsins, stýrði sínum síðasta þingfundi í dag eftir tíu ára setu á forsetastóli. Í kveðjuræðu til Bercow í gær líkti Boris Johnson, forsætisráðherra, þingforsetanum við persónuna Tony Montana úr kvikmyndinni „Scarface“ og stjórnlausa tennisboltavél. Tilþrifamikil fundarstjórn Bercow sem þingforseta hefur vakið athygli víða um heim, ekki síst í gegnum mánaðalöng átök á þinginu um útgönguna úr Evrópusambandinu. Bercow hefur ekki hikað við að þagga niður í ódælum þingmönnum og skipað þeim að stunda jóga eða íhugun til að róa sig ef svo ber undir.Bercow ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningum sem þingið samþykkti í vikunni að fari fram 12. desember. Þar með lýkur tuttugu og tveggja ára þingferli sem hófst fyrir Íhaldsflokkinn. Sem þingforseti hefur Bercow ekki verið óumdeildur. Fyrrum félagar hans í Íhaldsflokknum hafa meðal annars deilt hart á túlkanir hans á þingsköpum sem þeir telja að hafi hallað á ríkisstjórnina. Johnson forsætisráðherra lét slíkan ágreining til hliðar í nokkurs konar kveðjuræðu til Bercow þegar þingforsetinn stýrði sínum síðasta fyrirspurnartíma forsætisráðherra í þinginu í gær. „Þú hefur setið þarna á hásæti þínu, ekki aðeins sem dómari, og úrskurðað af vægðarleysi um fínni atriði þingskapa með þinni einkennandi ygglibrún Tony Montana, herra forseti,“ sagði Johnson um Bercow og vísaði til persónu Al Pacino úr kvikmyndinni „Scarface“.Bercow, sagði Johnson, hefði ekki aðeins fylgst með umræðunum í þingsal heldur skotið eigin skoðunum og hugleiðingum yfir þingheim eins og „stjórnlaus tennisboltavél sem kom með bókstaflega röð óviðráðanlegra og óstöðvandi skellum og sendingum“. Uppskar Johnson mikil hlátrarsköll þingheims en gerðist síðan einlægari í lofi sínu á Bercow. „Þó að við kunnum hafa verið ósammála um sumar lagalegu nýjungarnar sem þá hefur talað fyrir efast ég ekkert um að þú hafi verið góður þjónn þessa þings og neðri deildarinnar,“ sagði forsætisráðherrann. Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
John Bercow, nafntogaði forseti neðri deildar breska þingsins, stýrði sínum síðasta þingfundi í dag eftir tíu ára setu á forsetastóli. Í kveðjuræðu til Bercow í gær líkti Boris Johnson, forsætisráðherra, þingforsetanum við persónuna Tony Montana úr kvikmyndinni „Scarface“ og stjórnlausa tennisboltavél. Tilþrifamikil fundarstjórn Bercow sem þingforseta hefur vakið athygli víða um heim, ekki síst í gegnum mánaðalöng átök á þinginu um útgönguna úr Evrópusambandinu. Bercow hefur ekki hikað við að þagga niður í ódælum þingmönnum og skipað þeim að stunda jóga eða íhugun til að róa sig ef svo ber undir.Bercow ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í kosningum sem þingið samþykkti í vikunni að fari fram 12. desember. Þar með lýkur tuttugu og tveggja ára þingferli sem hófst fyrir Íhaldsflokkinn. Sem þingforseti hefur Bercow ekki verið óumdeildur. Fyrrum félagar hans í Íhaldsflokknum hafa meðal annars deilt hart á túlkanir hans á þingsköpum sem þeir telja að hafi hallað á ríkisstjórnina. Johnson forsætisráðherra lét slíkan ágreining til hliðar í nokkurs konar kveðjuræðu til Bercow þegar þingforsetinn stýrði sínum síðasta fyrirspurnartíma forsætisráðherra í þinginu í gær. „Þú hefur setið þarna á hásæti þínu, ekki aðeins sem dómari, og úrskurðað af vægðarleysi um fínni atriði þingskapa með þinni einkennandi ygglibrún Tony Montana, herra forseti,“ sagði Johnson um Bercow og vísaði til persónu Al Pacino úr kvikmyndinni „Scarface“.Bercow, sagði Johnson, hefði ekki aðeins fylgst með umræðunum í þingsal heldur skotið eigin skoðunum og hugleiðingum yfir þingheim eins og „stjórnlaus tennisboltavél sem kom með bókstaflega röð óviðráðanlegra og óstöðvandi skellum og sendingum“. Uppskar Johnson mikil hlátrarsköll þingheims en gerðist síðan einlægari í lofi sínu á Bercow. „Þó að við kunnum hafa verið ósammála um sumar lagalegu nýjungarnar sem þá hefur talað fyrir efast ég ekkert um að þú hafi verið góður þjónn þessa þings og neðri deildarinnar,“ sagði forsætisráðherrann.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30 Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05
Forseti þingsins hundskammaði breska þingmenn Mikil reiði var á breska þinginu í gær. Stjórnarandstöðuþingmaður segist hafa fengið morðhótanir vegna orðræðu forsætisráðherra. 26. september 2019 18:30
Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Tilþrif Johns Bercow úr stóli þingforseta á breska þinginu hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana 9. september 2019 16:07