19 klukkustundir og 16 mínútur í loftinu Sylvía Hall skrifar 20. október 2019 08:48 Áhöfnin ávarpar blaðamannafund að flugi loknu ásamt forstjóranum Alan Joyce. Vísir/EPA Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir. Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas lét reyna á lengsta farþegaflug heims í nótt þegar það flaug með 49 farþega um borð frá New York í Bandaríkjunum til Sydney í Ástralíu. Í næsta mánuði stendur til að flugfélagið fljúgi frá London til Sydney. Um svokallað tilraunaflug var að ræða þar sem átti að meta hvernig áhrif svo langt flug hefði á starfsfólk og farþega. Var passað upp á hvert einasta smáatriði í fluginu og nákvæmri áætlun fylgt svo allt myndi ganga að óskum. Flugið tók 19 klukkustundir og 16 mínútur.Sjá einnig: Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Vélin tók á loft með eins mikið eldsneyti og mögulegt var, takmarkaðan farangur og engan farm. Farþegum var gefin kolvetnarík máltíð sex tímum eftir flugtak og var séð til þess að þeir héldust vakandi þar til sól fór að setjast í austurhluta Ástralíu til þess að takmarka þotuþreytu. Eftir máltíðina voru ljósin um borð minnkuð og farþegar hvattir til þess að leggja sig. Á meðan fluginu stóð fóru rannsóknir fram á heilastarfsemi flugmanna og melatónín-framleiðslu þeirra og var fylgst með farþegum og hvaða áhrif það hefði á líkama þeirra að fara í gegnum svo mörg tímabelti. Voru þeir svo látnir stunda stutta líkamsrækt sig á meðan fluginu stóð. Alan Joyce, forstjóri Qantas Group, sagði flugið marka stórt skref fram á við í flugheiminum. Þetta markaði upphaf þess að fólk gæti ferðast hraðar á milli heimshluta og væri vongóður um að þetta væri það sem koma skal. Lokaákvörðun um hvort ferðirnar frá London og New York til Sydney verði hluti af áætlunarferðum Qantas verður tekin í lok árs og yrðu þær þá hluti af reglulegri ferðaáætlun flugfélagsins árið 2022 eða 2023. Enn sem komið er er lengsta áætlunarflug heims hjá Singapore Airlines sem býður upp á beint flug frá Singapore til New York og tekur sú ferð næstum því 19 klukkustundir.
Ástralía Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39 Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Lengsta áætlunarflug heims ekki fyrir hvern sem er Singapore Airlines hefur í dag áætlunarflug milli Singapúr og New York á ný en fimm ár eru síðan flugfélagið flaug síðast milli borganna. 11. október 2018 08:39
Qantas prufukeyrir 19 tíma flugferðir Ástralska flugfélagið Qantas gælir nú við þá hugmynd að hefja áætlanaflug frá Sydney til stórborganna London og New York. 22. ágúst 2019 14:26