Ástralskir fjölmiðlar mótmæla leyndarhyggju Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 11:14 Helstu fjölmiðlafyrirtæki Ástralíu tóku höndum saman til að mótmæla leyndarhyggju stjórnvalda. Vísir/EPA Forsíður ástralskra dagblaða voru „ritskoðaðar“ í morgun. Um var að ræða táknræn mótmæli helstu fjölmiðla landsins gegn umdeildum þjóðaröryggislögum Ástralíu sem fréttamenn segja að hafi múlbundið þá og skapað leyndarhyggju í landinu. Búið var að sverta út meirihluta texta á forsíðum dagblaða eins og Daily Telegraph og Sydney Morning Herald í morgun. Þar var einnig rauður stimpill sem á stóð „leyndarmál“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með þessu vildu fjölmiðlarnir mótmæla hertum lögum sem þeir telja ógna rannsóknarblaðamennsku og rétti almennings til upplýsinga. Þeir segja ennfremur að vernd uppljóstrara sé ábótavant og að ströng meiðyrðalöggjöf þaggi niður í fréttaflutningi. Mótmæli fjölmiðlanna má rekja til aðgerða ástralskra yfirvalda gegn opinbera fjölmiðlinum ABC og News Corp í sumar. Lögreglumenn gerðu þá húsleitir í höfuðstöðvum ABC og á heimili blaðamanns News Corp. Fjölmiðlar héldu því fram að húsleitirnar hefðu verið gerðar vegna þess að þeir höfðu birt greinar upp úr upplýsingum uppljóstrara, þar á meðal um ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna. „Ástralía á það á hættu að verða leynilegasta lýðræðisríki heimsins,“ sagði David Anderson, forstjóri ABC, vegna mótmælanna í dag. Michael Miller, formaður framkvæmdastjórnar News Corp, tísti mynd með forsíðum dagblaðanna í dag og hvatti Ástrala til að spyrja sig hvað stjórnvöld vildu fela fyrir þeim. Ástralska ríkisstjórnin sagði í gær að mögulega yrðu þrír blaðamenn ákærðir í kjölfar húsleitanna í sumar. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði fjölmiðlafrelsi mikilvægt lýðræðinu en að halda yrði uppi lögum og reglum.Every time a government imposes new restrictions on what journalists can report, Australians should ask: 'What are they trying to hide from me?' - Why I've taken a stand against increasing government secrecy in Australia https://t.co/BQek4KvKyB #righttoknow pic.twitter.com/cpXJEvz7pj— Michael Miller (@michaelmillerau) October 20, 2019 Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Forsíður ástralskra dagblaða voru „ritskoðaðar“ í morgun. Um var að ræða táknræn mótmæli helstu fjölmiðla landsins gegn umdeildum þjóðaröryggislögum Ástralíu sem fréttamenn segja að hafi múlbundið þá og skapað leyndarhyggju í landinu. Búið var að sverta út meirihluta texta á forsíðum dagblaða eins og Daily Telegraph og Sydney Morning Herald í morgun. Þar var einnig rauður stimpill sem á stóð „leyndarmál“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Með þessu vildu fjölmiðlarnir mótmæla hertum lögum sem þeir telja ógna rannsóknarblaðamennsku og rétti almennings til upplýsinga. Þeir segja ennfremur að vernd uppljóstrara sé ábótavant og að ströng meiðyrðalöggjöf þaggi niður í fréttaflutningi. Mótmæli fjölmiðlanna má rekja til aðgerða ástralskra yfirvalda gegn opinbera fjölmiðlinum ABC og News Corp í sumar. Lögreglumenn gerðu þá húsleitir í höfuðstöðvum ABC og á heimili blaðamanns News Corp. Fjölmiðlar héldu því fram að húsleitirnar hefðu verið gerðar vegna þess að þeir höfðu birt greinar upp úr upplýsingum uppljóstrara, þar á meðal um ásakanir um stríðsglæpi ástralskra hermanna. „Ástralía á það á hættu að verða leynilegasta lýðræðisríki heimsins,“ sagði David Anderson, forstjóri ABC, vegna mótmælanna í dag. Michael Miller, formaður framkvæmdastjórnar News Corp, tísti mynd með forsíðum dagblaðanna í dag og hvatti Ástrala til að spyrja sig hvað stjórnvöld vildu fela fyrir þeim. Ástralska ríkisstjórnin sagði í gær að mögulega yrðu þrír blaðamenn ákærðir í kjölfar húsleitanna í sumar. Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði fjölmiðlafrelsi mikilvægt lýðræðinu en að halda yrði uppi lögum og reglum.Every time a government imposes new restrictions on what journalists can report, Australians should ask: 'What are they trying to hide from me?' - Why I've taken a stand against increasing government secrecy in Australia https://t.co/BQek4KvKyB #righttoknow pic.twitter.com/cpXJEvz7pj— Michael Miller (@michaelmillerau) October 20, 2019
Ástralía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Húsleitir lögreglunnar tengjast umfjöllunum tveggja ástralskra fjölmiðla um meinta stríðsglæpi ástralskra hermanna annars vegar og áform leyniþjónustunnar um eftirlit með borgurum hins vegar. 5. júní 2019 08:01