Skólahald í Korpu mun leggjast af Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 16:10 Nemendum Kelduskóla hefur fækkað í starfsstöðinni í Korpu síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan verður lögð fyrir á fundi ráðsins á morgun en með henni er lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs, er markmið tillögunnar að styrkja skóla- og frístundastarf í hverfinu og að bregðast við stöðugri fækkun nemenda sem þar hefur verið á umliðnum árum. Áform um breytingar á skipulagi grunnskóla í hverfinu hafa verið umdeild líkt og fréttastofa hefur fjallað um áður.Sjá einnig: Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Með breytingunum er gert ráð fyrir að á bilinu 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Skólahald myndi með þessu leggjast af í Korpu en nemendum boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri börn á skólaaldri myndu ganga í sama skóla. Þá er gert ráð fyrir að tryggður verði skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi nemenda í Staðahverfi hefur náð 150 nemendum í aldurshópnum 6 til 12 ára. Með tillögunni er að sögn Skúla verið að bregðast við fækkun nemenda og er talið óábyrgt af borginni að halda úti rekstri skóla sem ekki eru sjálfbærar einingar. Þá verði sameinaður unglingaskóli í Vík svokallaður „nýsköpunarskóli“ þar sem lögð verði áhersla meðal annars á frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýni. „Staðreyndin er sú að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug, þar eru nú einungis 59 börn og hefur fækkað um meira en helming á síðastliðnum sjö árum,“ er haft eftir Skúla í tilkynningu frá borginni. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. Tillagan verður lögð fyrir á fundi ráðsins á morgun en með henni er lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs, er markmið tillögunnar að styrkja skóla- og frístundastarf í hverfinu og að bregðast við stöðugri fækkun nemenda sem þar hefur verið á umliðnum árum. Áform um breytingar á skipulagi grunnskóla í hverfinu hafa verið umdeild líkt og fréttastofa hefur fjallað um áður.Sjá einnig: Vilja að rekstur grunnskóla í Staðahverfi verði tryggður til frambúðar Með breytingunum er gert ráð fyrir að á bilinu 260-270 nemendur yrðu í hverjum skóla. Skólahald myndi með þessu leggjast af í Korpu en nemendum boðin skólavist í Engjaskóla þar sem öll yngri börn á skólaaldri myndu ganga í sama skóla. Þá er gert ráð fyrir að tryggður verði skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota þar til fjöldi nemenda í Staðahverfi hefur náð 150 nemendum í aldurshópnum 6 til 12 ára. Með tillögunni er að sögn Skúla verið að bregðast við fækkun nemenda og er talið óábyrgt af borginni að halda úti rekstri skóla sem ekki eru sjálfbærar einingar. Þá verði sameinaður unglingaskóli í Vík svokallaður „nýsköpunarskóli“ þar sem lögð verði áhersla meðal annars á frumkvöðlanám, fjölbreytta sköpun og gagnrýni. „Staðreyndin er sú að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug, þar eru nú einungis 59 börn og hefur fækkað um meira en helming á síðastliðnum sjö árum,“ er haft eftir Skúla í tilkynningu frá borginni.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira