Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja á Íslandi í fyrra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. október 2019 20:00 OxyContin er eitt best þekkta ópíóíða lyfið. getty/Darren McCollester Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir. Fíkn Lyf Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira
Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir.
Fíkn Lyf Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Sjá meira