Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja á Íslandi í fyrra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. október 2019 20:00 OxyContin er eitt best þekkta ópíóíða lyfið. getty/Darren McCollester Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir. Fíkn Lyf Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Tuttugu og þrír létust af völdum sterkra verkjalyfja, eða svokallaðra ópíóíða, á Íslandi í fyrra. Læknir á Vogi segir að greiningum á ópíóíðafíkn haldi áfram að fjölga. Ópíóíðar eru sterk verkjalyf, til dæmis morfín, Tramadol, Fentanyl, Búprenorfín og OxyContin. Samkvæmt upplýsingum frá dánarmeinaskrá dóu 23 í fyrra þar sem ópíóíðar voru aðaldánarorsök en það er yfir helmingur allra lyfjatengdra andláta, sem voru 39 í fyrra. „Þessi tala kemur mér ekki á óvart. Við sjáum að það er alveg gríðarlega mikil aukning á einstaklingum sem eru að greinast með ópíóíða fíkn. Það hefur í rauninni meira en tvöfaldast, nánast þrefaldast, frá árinu 2015. Stærti hlutinn af þessu fólki er að sprauta efninu í æð og það er mikið áhyggjuefni,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, læknir á Vogi.Hildur Þórarinsdóttir, læknir á vogi.vísirAð undanförnu hefur ópíóíðafaraldur geisað í Bandaríkjunum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi hafa gefið það út að andlát vegna ópíóíða hafi verið 15,4 á hverja hundrað þúsund íbúa árið 2017. Á Íslandi voru andlátin 6,6 á hverja hundrað þúsund íbúa í fyrra. Í bandaríkjunum eru ólögleg efni aðal orsök andlátanna, til dæmis ólöglegt fentanýl og heróín, efni sem ekki sjást hér á landi. Athygli vekur að ef einungis eru skoðuð ávísuð lyf, virðist vandinn ekki síðri hér á landi, þar sem ávísaðir ópíóíðar voru 3,5 andlát á hverja 100 þúsund íbúa, en það er minna en á Íslandi. „Við sjáum að það eru einstaka sinnum einstaklingar sem gefa upp neyslu á fentanýli, örsjaldan. Í sambandi við heroínið að þá sjáum við það ekki hjá okkar hóp að þeir sem eru hér á íslandi er eins og er,“ segir Hildur. Hildur segir að flestir sem greinast með ópíóíðafíkn á Vogi séu á aldrinum 35-39 ára. 150 manns séu nú í viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. „Sem er fyrst í fremst til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Áður fyrr gékk fólki illa að ná árangri en staðan er allt önnur með þessari meðferð,“ segir Hildur Þórarinsdóttir.
Fíkn Lyf Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira