Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2019 21:29 Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Hver verkþáttur klárast nú á fætur öðrum og nú er biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, en fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þótt hálft ár sé liðið frá því slegið var í gegn eru mörg handtökin enn eftir. Vinnusvæðin þessa dagana eru í báðum fjörðum, Arnarfirði og Dýrafirði, og svo auðvitað inni í göngunum.Arnarfjarðarmegin er verið að steypa upp vegskála.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Starfsmenn verktakanna, hins tékkneska Metrostav og hins íslenska Suðurverks, eru um 75 talsins og þessa dagana er verið að steypa vegskála Arnarfjarðarmegin. Brátt sér fyrir endann á þessum verkþætti en vegskálinn Dýrafjarðarmegin er tilbúinn og skálinn Arnarfjarðarmegin klárast upp úr miðjum nóvember. Göngin sjálf eru alls 5,6 kílómetra löng og inni er núna unnið við vatnsklæðningar. Það er einnig gert með sprautusteypu en talsvert magnaukning hefur orðið á þessum liðum. Í framhaldinu verður svo farið í uppsetningu rafbúnaðar.Tvær nýjar brýr eru komnar í botni Borgarfjarðar, nyrsta innfirði Arnarfjarðar, yfir Mjólká og Hófsá.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sýnilegasti hluti framkvæmdanna fyrir vegfarendur er vega- og brúagerðin en alls þarf að leggja átta kílómetra af nýjum vegum, bæði í Dýrafirði sem og botni Arnarfjarðar meðfram Mjólkárvirkjun. Þar eru tvær nýjar brýr tilbúnar, yfir Mjólká og Hófsá.Frá gerð nýja vegarins í Dýrafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Að sjá vegina þannig mótast að göngunum eykur sannarlega á eftirvæntingu Vestfirðinga en verktakinn stefnir að því að göngin verði tilbúin í september á næsta ári. Veturinn sem í hönd fer verður því væntanlega sá síðasti sem menn aka yfir og þurfa að moka Hrafnseyrarheiði. Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks, lýsti nánar framvindu verksins í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Hver verkþáttur klárast nú á fætur öðrum og nú er biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, en fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þótt hálft ár sé liðið frá því slegið var í gegn eru mörg handtökin enn eftir. Vinnusvæðin þessa dagana eru í báðum fjörðum, Arnarfirði og Dýrafirði, og svo auðvitað inni í göngunum.Arnarfjarðarmegin er verið að steypa upp vegskála.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Starfsmenn verktakanna, hins tékkneska Metrostav og hins íslenska Suðurverks, eru um 75 talsins og þessa dagana er verið að steypa vegskála Arnarfjarðarmegin. Brátt sér fyrir endann á þessum verkþætti en vegskálinn Dýrafjarðarmegin er tilbúinn og skálinn Arnarfjarðarmegin klárast upp úr miðjum nóvember. Göngin sjálf eru alls 5,6 kílómetra löng og inni er núna unnið við vatnsklæðningar. Það er einnig gert með sprautusteypu en talsvert magnaukning hefur orðið á þessum liðum. Í framhaldinu verður svo farið í uppsetningu rafbúnaðar.Tvær nýjar brýr eru komnar í botni Borgarfjarðar, nyrsta innfirði Arnarfjarðar, yfir Mjólká og Hófsá.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sýnilegasti hluti framkvæmdanna fyrir vegfarendur er vega- og brúagerðin en alls þarf að leggja átta kílómetra af nýjum vegum, bæði í Dýrafirði sem og botni Arnarfjarðar meðfram Mjólkárvirkjun. Þar eru tvær nýjar brýr tilbúnar, yfir Mjólká og Hófsá.Frá gerð nýja vegarins í Dýrafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Að sjá vegina þannig mótast að göngunum eykur sannarlega á eftirvæntingu Vestfirðinga en verktakinn stefnir að því að göngin verði tilbúin í september á næsta ári. Veturinn sem í hönd fer verður því væntanlega sá síðasti sem menn aka yfir og þurfa að moka Hrafnseyrarheiði. Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks, lýsti nánar framvindu verksins í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00
Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu