Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. október 2019 21:29 Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks í Dýrafjarðargöngum. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Hver verkþáttur klárast nú á fætur öðrum og nú er biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, en fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þótt hálft ár sé liðið frá því slegið var í gegn eru mörg handtökin enn eftir. Vinnusvæðin þessa dagana eru í báðum fjörðum, Arnarfirði og Dýrafirði, og svo auðvitað inni í göngunum.Arnarfjarðarmegin er verið að steypa upp vegskála.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Starfsmenn verktakanna, hins tékkneska Metrostav og hins íslenska Suðurverks, eru um 75 talsins og þessa dagana er verið að steypa vegskála Arnarfjarðarmegin. Brátt sér fyrir endann á þessum verkþætti en vegskálinn Dýrafjarðarmegin er tilbúinn og skálinn Arnarfjarðarmegin klárast upp úr miðjum nóvember. Göngin sjálf eru alls 5,6 kílómetra löng og inni er núna unnið við vatnsklæðningar. Það er einnig gert með sprautusteypu en talsvert magnaukning hefur orðið á þessum liðum. Í framhaldinu verður svo farið í uppsetningu rafbúnaðar.Tvær nýjar brýr eru komnar í botni Borgarfjarðar, nyrsta innfirði Arnarfjarðar, yfir Mjólká og Hófsá.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sýnilegasti hluti framkvæmdanna fyrir vegfarendur er vega- og brúagerðin en alls þarf að leggja átta kílómetra af nýjum vegum, bæði í Dýrafirði sem og botni Arnarfjarðar meðfram Mjólkárvirkjun. Þar eru tvær nýjar brýr tilbúnar, yfir Mjólká og Hófsá.Frá gerð nýja vegarins í Dýrafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Að sjá vegina þannig mótast að göngunum eykur sannarlega á eftirvæntingu Vestfirðinga en verktakinn stefnir að því að göngin verði tilbúin í september á næsta ári. Veturinn sem í hönd fer verður því væntanlega sá síðasti sem menn aka yfir og þurfa að moka Hrafnseyrarheiði. Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks, lýsti nánar framvindu verksins í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Hver verkþáttur klárast nú á fætur öðrum og nú er biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, en fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Þótt hálft ár sé liðið frá því slegið var í gegn eru mörg handtökin enn eftir. Vinnusvæðin þessa dagana eru í báðum fjörðum, Arnarfirði og Dýrafirði, og svo auðvitað inni í göngunum.Arnarfjarðarmegin er verið að steypa upp vegskála.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Starfsmenn verktakanna, hins tékkneska Metrostav og hins íslenska Suðurverks, eru um 75 talsins og þessa dagana er verið að steypa vegskála Arnarfjarðarmegin. Brátt sér fyrir endann á þessum verkþætti en vegskálinn Dýrafjarðarmegin er tilbúinn og skálinn Arnarfjarðarmegin klárast upp úr miðjum nóvember. Göngin sjálf eru alls 5,6 kílómetra löng og inni er núna unnið við vatnsklæðningar. Það er einnig gert með sprautusteypu en talsvert magnaukning hefur orðið á þessum liðum. Í framhaldinu verður svo farið í uppsetningu rafbúnaðar.Tvær nýjar brýr eru komnar í botni Borgarfjarðar, nyrsta innfirði Arnarfjarðar, yfir Mjólká og Hófsá.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sýnilegasti hluti framkvæmdanna fyrir vegfarendur er vega- og brúagerðin en alls þarf að leggja átta kílómetra af nýjum vegum, bæði í Dýrafirði sem og botni Arnarfjarðar meðfram Mjólkárvirkjun. Þar eru tvær nýjar brýr tilbúnar, yfir Mjólká og Hófsá.Frá gerð nýja vegarins í Dýrafirði.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Að sjá vegina þannig mótast að göngunum eykur sannarlega á eftirvæntingu Vestfirðinga en verktakinn stefnir að því að göngin verði tilbúin í september á næsta ári. Veturinn sem í hönd fer verður því væntanlega sá síðasti sem menn aka yfir og þurfa að moka Hrafnseyrarheiði. Karl Garðarsson, verkefnisstjóri Suðurverks, lýsti nánar framvindu verksins í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00
Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hugmyndir hafa vaknað um að Hrafnseyrarheiði verði gerð að þjóðminjum og haldið opinni á sumrin vegna magnaðs útsýnis, þrátt fyrir að Dýrafjarðargöngum sé ætlað að leysa hana af hólmi. 17. desember 2017 20:45