Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 10:36 Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Fréttablaðið/Ernir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir ljóst að þegar litið sé til Grafarvogsins í Reykjavík þá séu þar of margir skólar starfræktir miðað við fjölda barna. Ójafnvægi sé milli borgarhluta hvað þetta varðar. Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu muni leggjast af frá og með næsta hausti . Samkvæmt tillögum borgarinnar hefur verið lagt til að tveir skólar verði í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk, annars vegar í Borgarhverfi og hins vegar í Engjahverfi. Þá verður einn sameiginlegur skóli á unglingastigi fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári.Of margir, fámennir grunnskólar Skúli mætti í Bítið í morgun þar sem hann ræddi tillögurnar. Hann sagði borgina búa við það að í Grafarvogi séu margir, fámennir grunnskólar. „Við erum með átta grunnskóla í Grafarvoginum. Þeir eru fimm í Breiðholti, fjórir í Vesturbænum, þannig að það er ekki gott jafnvægi á milli borgarhlutanna hvað þetta varðar.“ Hann segir það vera mjög umdeilanlegt hvort að þörf hafi verið á öllum átta skólunum þegar þeim var komið á koppinn á sínum tíma. Svo vægt sé að orði komist. „Það var ekki alveg hugsað fyrir því að vera með sterkar einingar sem gætu farið í gegnum hæðir og lægðir í íbúafjöldanum og nemendafjöldanum. Síðan ef maður skoðar þetta aftur í tímann , þá yfirleitt þá jafna sig þessar sveiflur út. Það eykst nemendafjöldinn yfir ákveðið árabil og svo breytist það aftur. En við erum með eina stóra undantekningu frá þessu sem er skóli okkar í Korpunni þar sem við sjáum jafna, þétta og stöðuga fækkun frá 2012,“ segir Skúli. Nemendum í skólanum hefur fækkað úr 140 nemendum ári 2012 í 59 nemendur nú. Skúli segir engin dæmi um svo fámennan grunnskóla í borginni. Sá næstfámennasti skólinn í borginni sé á Kjalarnesi með tæplega 130 nemendur.Hlustað á sjónarmið foreldra Skúli segist vel skilja óánægju foreldra barna sem hafa stundað nám í Korpuskóla. „Þetta eru auðvitað ákveðnar breytingar og það er ákveðið rask sem fylgir breytingunum. Við tökum fullt mark á þeim sjónarmiðum sem koma frá þeim foreldrum.“ Skúli segir að borgin hafi reynt að koma til móts við sjónarmið foreldra og lágmarka raskið sem fylgja breytingunum. Skólaakstur verði tryggður milli hverfisins og þeirra skóla sem nemendur flytjast í, en um 1.700 metrar eru frá Korpuskóla og í næsta skóla sem yngri nemendur færu í eftir breytingarnar. Sömuleiðis stæði til að ráðast í samgöngubætur, bæta göngu- og hjólaleiðir, til að bæta öryggi í norðanverðum Grafarvogi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Bítið Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00