Menningin getur lýst upp skammdegið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 23. október 2019 07:00 Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri, og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, handsöluðu samkomulagið í síðustu viku. „Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Þetta var bara eins og þeir segja stundum á Bíldudal, Bingó! Það var eins og húsið kallaði á okkur,“ segir Elfar Logi Hannesson, leikari og leikhússtjóri Kómedíuleikhússins. Ísafjarðarbær gerði nýlega samkomulag við leikhúsið um að veita því afnot af húsnæði undir nýja Leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins ásamt því að leikhúsið hlaut styrk úr sjóðnum Öll vötn til Dýrafjarðar. Við erum fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum og erum staðsett hér á Þingeyri en við höfum eiginlega verið á götunni í mörg ár,“ segir Elfar Logi. „Ég hef nú bara haft leikmyndirnar heima hjá mér og þegar svefnherbergið var orðið alveg fullt ákvað ég að nú þyrfti maður kannski að fara að finna sér einhverja aðstöðu,“ bætir hann við. Elfar Logi hafði samband við Ísafjarðarbæ sem tók vel í verkefnið og úthlutaði leikhúsinu aðstöðu í húsnæði þar sem áður voru bæði bæjarskrifstofur Þingeyrar og bókasafn. „Þetta húsnæði vantaði tilgang svo þetta passaði vel. Hér hafa bara verið slökkt ljós og það er ekki það sem við viljum á landsbyggðinni. Við viljum hafa ljós og líf í húsunum okkar.“ Í húsnæðinu mun fara fram starfsemi leikhússins ásamt því að áhugamannaleikhúsið Höfrungurinn mun hafa þar aðstöðu. „Svo verðum við með ýmis námskeið og viðburði. Í nóvember verðum við til að mynda með einleikjabúðir og grímunámskeið,“ segir Elfar Logi. „Hér á Þingeyri er rosalega skemmtilegt að rota jólin á þrettándanum. Þá er álfabrenna eins og víða er en þegar henni er lokið dubba krakkarnir sig upp, ganga í hús og syngja fyrir nammi. Á grímunámskeiðið eru allir velkomnir til að gera sér grímur fyrir þrettándann,“ bætir Elfar Logi við. Spurður að því hvort starfsemi af þessum toga sé mikilvæg á landsbyggðinni segir Elfar svo vera. „Hér er bæði mikil nánd við náttúruna og mikil kyrrð og það er mjög mikilvægt en það er líka mikilvægt að hér sé menning og líf,“ segir hann. „Þegar skammdegismyrkur fellur á er það oft listin sem færir okkur birtuna að mínu mati. Listin er líka besta forvörn fyrir fólk á öllum aldri og leiklistin er góður félagsskapur. Svo skilur listin svo margt eftir sig og fær mann til að gleyma amstrinu og puðinu,“ segir Elfar Logi. „Þegar manni finnst til dæmis allt vera vonlaust og fer á leiksýningu þá er svo auðvelt að gleyma amstri dagsins og manni líður oft miklu betur í sálinni,“ segir Elfar að lokum
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Leikhús Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira