Kona Magnúsar skipstjóra skrifar Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 24. október 2019 13:30 Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hulda Ragnheiður Árnadóttir Jafnréttismál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ykkur sem vitið ekki hver ég er... þá er ég gift honum Magnúsi Guðjóns skipstjóra og kennara við Tækniskólann og svo er ég dóttir hans Árna Vill rafvirkja. Ég er ein fimm systkina, þrjár systur og sjúkrabílstjórinn hann Björgvin Árna bróðir minn. Ég vinn á frábærum vinnustað ásamt tveimur konum og honum Jóni Örvari sem er verkfræðingur. Ástæðan fyrir innganginum að þessum pistli mínum er sú að undanfarna daga hafa margir vakið athygli á myndaalbúmi sem tekið hefur verið saman á Facebook þar sem fyrirsagnir myndanna eru í engu samræmi efni myndanna. Myndir af körlum með nöfn og titla en nafnlausar konur. Systur og frúr en mennirnir tilgreindir, jafnvel þó þeir hafi enga tengingu við tilefni umfjöllunarinnar. Það var vægast sagt sjokkerandi að sjá á einum stað samantekt á þessu hrópandi ósamræmi á milli mynda, texta og fyrirsagna og fékk mig til að leggjast í smá rannsóknarvinnu. Satt að segja vonaðist ég til þess að það væri einhver einn miðill, eða jafnvel einn einstaklingur sem bæri ábyrgð á öllum þessum fréttum og myndbirtingum. Sú von varð að engu þegar ég sá að miðlarnir voru nokkrir og höfundar enn fleiri, bæði karlar og konur. Í fljótu bragði mátti sjá að margar þessara mynda sem finna mátti í albúminu eru fengnar úr nýlegri umfjöllun dagblaðanna en aðrar voru eldri. Það er því ekki hægt að treysta því að tímarnir hafi breyst og svona blaðamennska heyri sögunni til.Hvernig náum við árangri? Til þess að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þarf að fjalla um konur og nafngreina þær. Með þeirri umfjöllun sem átt hefur sér stað á síðustu dögum á samfélagsmiðlum um þennan mismun á umfjöllun um myndefni, eftir því hvaða kyn prýða myndina hefur t.a.m. verið brugðist við á einhverjum miðlum og breytingar gerðar. Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.Er ekki kominn tími til að vanda betur til verka og gæta aukins jafnræðis, bæði við fréttamat og umfjöllun um þær fréttir sem birtar eru á fjölmiðlum. Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna? Getum við ekki öll verið sammála um að það sé kominn tími til að breyta þessu?Höfundur er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA).
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun