Sakfelld fyrir að kýla lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2019 13:24 Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur. FBL/Þórsteinn Kona var í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. september sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hún kýldi óeinkennisklæddan lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumarið 2018. Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur.Tróð sér á milli lögreglumanna í miðri skýrslutöku Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit á tónlistarhátíðinni Secret Solstice aðfaranótt 24. júní 2018. Með þeim voru tveir sérþjálfaðir lögregluhundar. Fyrir utan aðalinngang að Laugardalshöllinni merkir annar lögregluhundurinn meint fíkniefni á kærasta ákærðu. Óskuðu lögreglumenn því eftir að fá að ræða við hann. Kærasti konunnar heimilaði leit á sér en ákærða fylgdist grannt með samskiptum lögreglumanna og kærasta síns. Fíkniefni fundust í brjóstvasa hans og var hann því leiddur afsíðis í því skyni að ljúka málinu með vettvangsskýrslu. Þegar lögregla var í óða önn að taka af honum skýrslu tróð ákærða sér á milli lögreglumannanna. Lögreglumaðurinn ýtti þá í öxl hennar í því skyni að fá hana í burtu. Við það féll ákærða aftur fyrir sig en annar lögreglumaður greip hana. Stuttu síðar hljóp ákærða að lögreglumönnunum og kýldi lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað. Var ákærða handtekin og færð í fangageymslu. Sagði að henni hefði ekki mátt vera ljóst að mennirnir væru lögreglumenn Í skýrslu sem tekin var af ákærðu kvaðst hún kannast við atvikið og tók fram að hún hafi verið búin að drekka aðeins of mikið áfengi. Fyrir dómi sagðist hún aftur á móti ekki hafa vitað að mennirnir væru lögreglumenn, þeir hafi verið óeinkennisglæddir. Hún minntist þess hvorki að þeir hafi sýnt henni lögregluskilríki né sagt henni að að þeir væru í raun lögreglumenn. Ákærða neitaði sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Krafan byggðist á því að henni hafi ekki mátt vera ljóst að þeir menn sem höfðu afskipti af kærasta hennar í umrætt sinn hafi verið lögreglumenn. Þá taldi hún ósannað að hún hafi veitt lögreglumanninum hnefahögg. Dómari í málinu sagði að framburður ákærðu og kærasta hennar um það sem gerðist hefði ekki verið fyllilega samhljóða. Hann hafi verið ótrúverðugur og í „hrópandi ósamræmi“ við framburð allra þeirra lögreglumanna sem gáfu skýrslu fyrir dómi. Trúverðugur framburður þeirra var lagður til grundvallar sem sönnun þess að ákærða hafi í slegið lögreglumanninn með hnefahöggi í andlitið. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Sjá meira
Kona var í Héraðsdómi Reykjaness þann 18. september sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hún kýldi óeinkennisklæddan lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumarið 2018. Konan var dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hún var dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar sem í heild er 352. 120 krónur.Tróð sér á milli lögreglumanna í miðri skýrslutöku Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óeinkennisklæddir lögreglumenn við eftirlit á tónlistarhátíðinni Secret Solstice aðfaranótt 24. júní 2018. Með þeim voru tveir sérþjálfaðir lögregluhundar. Fyrir utan aðalinngang að Laugardalshöllinni merkir annar lögregluhundurinn meint fíkniefni á kærasta ákærðu. Óskuðu lögreglumenn því eftir að fá að ræða við hann. Kærasti konunnar heimilaði leit á sér en ákærða fylgdist grannt með samskiptum lögreglumanna og kærasta síns. Fíkniefni fundust í brjóstvasa hans og var hann því leiddur afsíðis í því skyni að ljúka málinu með vettvangsskýrslu. Þegar lögregla var í óða önn að taka af honum skýrslu tróð ákærða sér á milli lögreglumannanna. Lögreglumaðurinn ýtti þá í öxl hennar í því skyni að fá hana í burtu. Við það féll ákærða aftur fyrir sig en annar lögreglumaður greip hana. Stuttu síðar hljóp ákærða að lögreglumönnunum og kýldi lögreglumann með krepptum hnefa í gagnaugað. Var ákærða handtekin og færð í fangageymslu. Sagði að henni hefði ekki mátt vera ljóst að mennirnir væru lögreglumenn Í skýrslu sem tekin var af ákærðu kvaðst hún kannast við atvikið og tók fram að hún hafi verið búin að drekka aðeins of mikið áfengi. Fyrir dómi sagðist hún aftur á móti ekki hafa vitað að mennirnir væru lögreglumenn, þeir hafi verið óeinkennisglæddir. Hún minntist þess hvorki að þeir hafi sýnt henni lögregluskilríki né sagt henni að að þeir væru í raun lögreglumenn. Ákærða neitaði sök fyrir dómi og krafðist sýknu. Krafan byggðist á því að henni hafi ekki mátt vera ljóst að þeir menn sem höfðu afskipti af kærasta hennar í umrætt sinn hafi verið lögreglumenn. Þá taldi hún ósannað að hún hafi veitt lögreglumanninum hnefahögg. Dómari í málinu sagði að framburður ákærðu og kærasta hennar um það sem gerðist hefði ekki verið fyllilega samhljóða. Hann hafi verið ótrúverðugur og í „hrópandi ósamræmi“ við framburð allra þeirra lögreglumanna sem gáfu skýrslu fyrir dómi. Trúverðugur framburður þeirra var lagður til grundvallar sem sönnun þess að ákærða hafi í slegið lögreglumanninn með hnefahöggi í andlitið.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Sjá meira
Slagsmál, stympingar og fíkniefni Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í kvöld og nótt vegna skemmtanahalds en flest mál hafa þó verið leyst nokkuð farsællega og einungis sex gista í fangaklefa þegar þetta er ritað. 22. júní 2019 07:07