Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2019 14:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Sergei Chirikov Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki „öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. Sýrlenskir Kúrdar (YPG) leiða SDF en þeir sökuðu Tyrki í dag um að brjóta gegn vopnahléi á svæðinu. Yfirvöld Rússa, sem hafa tekið að sér að tryggja að Kúrdar fari af svæðinu, segja þó að vopnahléið hafi ekki verið rofið. Í ræðu í dag sagði Erdogan að fari meðlimir YPG ekki frá öryggissvæðinu muni árásir Tyrkja halda áfram. Tyrkir líta á YPG sem systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og segja þá vera hryðjuverkamenn. Erdogan gagnrýndi sömuleiðis þjóðarleiðtoga sem fundað hafa með leiðtogum YPG. Hann sagði slíka fundi gera baráttuna gegn hryðjuverkum erfiðari.Nýr kafli í Sýrlandi Nýr kafli var opnaður í áralöngum átökum í Sýrlandi á undanförnum dögum. Það hófst með því að eftir símtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Erdogan þann 13. október, tilkynnti Trump óvænt að hann myndi kalla hermenn Bandaríkjanna frá norðausturhluta Sýrlands þar sem Tyrkir ætluðu að gera innrás á svæðið. Bandarísku hermennirnir voru í Sýrlandi til að aðstoða SDF gegn Íslamska ríkinu og hafði samstarf það staðið yfir um árabil. SDF missti meira en tíu þúsund menn í átökunum gegn ISIS og felldi í raun kalífadæmi samtakanna. Innrás Tyrkja hófst tveimur dögum eftir símtalið eða þann 15. október. Innrásin hefur verið leidd af hópum sýrlenskra uppreisnarmanna sem Tyrkir hafa stutt með loft- og stórskotaliðsárásum. Uppreisnarmenn þessir hafa verið sakaðir um ýmis ódæði gegn Kúrdum og tugir þúsunda almennra borgara hafa flúið svæðið.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Kúrdar leituðu fljótt á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi. Í millitíðinni höfðu Bandaríkjamenn milligöngu um vopnahlé á milli Tyrkja og Kúrda.Fyrr í þessari viku gerðu Erdogan og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, samkomulag sem felur í sér að Tyrkir munu stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð völdum á í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45 Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Hermennirnir hafa mánuð til að fara frá Írak Yfirvöld Írak segja að bandarísku hermennirnir sem eru komnir til Írak frá Sýrlandi verði að yfirgefa landið innan fjögurra mánaða. 23. október 2019 14:31
Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47
Rússneskir hermenn komnir á vígstöðvarnar Rússneskir hermenn eru nú komnir til Norðaustur-Sýrlands eftir að Tyrkir og Rússar komust að samkomulagi í gær. Bandaríkin hafa tilkynnt um afléttingu viðskiptaþvingana sinna á Tyrki og sagði Bandaríkjaforseti að Tyrklandsstjórn hefði tjáð sér að vopnahlé á svæðinu væri orðið varanlegt. 23. október 2019 18:45
Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23. október 2019 23:42