Vaktavinna er álagsþáttur Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 24. október 2019 15:15 Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. Viðfangsefni sjúkraliða eru mjög gefandi og fjölbreytt, en þau geta reynt á og verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft erfiðar og álagið meira en gott þykir. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni, en launakjörin eru óviðunandi. Tæplega 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til. Heilbrigðisstarfsfólk er einnig útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Í þessu sambandi er ástæða til að benda á að veikindatíðni sjúkraliða á Landspítalanum árið 2018 reyndist um 11% eða 29 vinnudagar á ári. Til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6% og veikindatíðni vaktavinnustarfsmanna í áliðna er undir 3,8%, enda hafa þeir mun minni vinnuskyldu. Það er meðal annars vegna alls þessa sem stytta þarf vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku þeirra sem eru í dagvinnu. Sjúkraliðar þekkja afleiðingar af löngum vinnutíma, krefjandi vaktavinnu, miklu vinnuálagi og skertri hvíld, sem geta verið óafturkræfar og haft slæm áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að sjúkraliðum og öðrum sé gert kleift að vinna fullt starf, án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og skertu fjölskyldulífi.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Greinin hefur verið uppfærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Sjúkraliðar krefjast þess að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk. Viðfangsefni sjúkraliða eru mjög gefandi og fjölbreytt, en þau geta reynt á og verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft erfiðar og álagið meira en gott þykir. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni, en launakjörin eru óviðunandi. Tæplega 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til. Heilbrigðisstarfsfólk er einnig útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Í þessu sambandi er ástæða til að benda á að veikindatíðni sjúkraliða á Landspítalanum árið 2018 reyndist um 11% eða 29 vinnudagar á ári. Til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6% og veikindatíðni vaktavinnustarfsmanna í áliðna er undir 3,8%, enda hafa þeir mun minni vinnuskyldu. Það er meðal annars vegna alls þessa sem stytta þarf vinnuviku vaktavinnufólks meira en vinnuviku þeirra sem eru í dagvinnu. Sjúkraliðar þekkja afleiðingar af löngum vinnutíma, krefjandi vaktavinnu, miklu vinnuálagi og skertri hvíld, sem geta verið óafturkræfar og haft slæm áhrif á heilsufar og fjölskyldulíf. Meginmarkmið með að stytta vinnutíma snýr að bættum starfsskilyrðum, þannig að sjúkraliðum og öðrum sé gert kleift að vinna fullt starf, án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og skertu fjölskyldulífi.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Greinin hefur verið uppfærð.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar