Mér er hugsað til þín í dag, kæra kona Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 24. október 2019 16:00 Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun