ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. október 2019 18:45 Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. Sajiv Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í morgun að það Bretland myndi ekki ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október, líkt og stefnt hafði verið að og Boris Johnson forsætisráðherra hafði ítrekað lofað. Johnson var spurður út í ummælin og sagði það nú undir Evrópusambandinu komið hvenær Bretar ganga út. „Eins og staðan er í dag er utgangan 31. október. Þingið, eins og þú veist, ákvað að Evrópusambandið yrði beðið um frestun. Það var ekki mín stefna og ég studdi það ekki. Lagðist alfarið gegn því. Við ættum að ganga út 31. október.“ Eins og Johnson sagði er það nú undir ESB komið að samþykkja eða hafna beiðni ríkisstjórnar Bretlands um frestun. Johnson var skuldbundinn til þess að senda þá beiðni eftir að þingið neitaði því að samþykkja nýjan útgöngusamning ríkisstjórnar hans síðasta laugardag. Þingið hafnaði því einnig að flýta meðferð samningsins á þingi svo afar ólíklegt er að Johnson takist að halda í settan útgöngudag. Mina Andreeva, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, staðfesti frestun í dag. „Það sem ég get sagt ykkur er að sammælst hefur verið um það að veita frestun og við munum halda áfram þessari vinnu á næstu dögum.“ Johnson ætlar sér nú að reyna að boða til nýrra þingkosninga á Bretlandi. Slík tillaga þarf að fara í gegnum þingið, sem hefur hafnað fyrri kosningatillögum forsætisráðherrans og krafist þess að fyrst sé tryggt að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. „Við viljum hafa það á hreinu að við erum tilbúin til þess að gefa þessu lengri tíma ef, og einungis ef, Verkamannaflokkurinn samþykkir kosningar 12. desember. Ég fæ ekki betur séð en að Verkamannaflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til nýrra kosninga.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. Sajiv Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í morgun að það Bretland myndi ekki ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október, líkt og stefnt hafði verið að og Boris Johnson forsætisráðherra hafði ítrekað lofað. Johnson var spurður út í ummælin og sagði það nú undir Evrópusambandinu komið hvenær Bretar ganga út. „Eins og staðan er í dag er utgangan 31. október. Þingið, eins og þú veist, ákvað að Evrópusambandið yrði beðið um frestun. Það var ekki mín stefna og ég studdi það ekki. Lagðist alfarið gegn því. Við ættum að ganga út 31. október.“ Eins og Johnson sagði er það nú undir ESB komið að samþykkja eða hafna beiðni ríkisstjórnar Bretlands um frestun. Johnson var skuldbundinn til þess að senda þá beiðni eftir að þingið neitaði því að samþykkja nýjan útgöngusamning ríkisstjórnar hans síðasta laugardag. Þingið hafnaði því einnig að flýta meðferð samningsins á þingi svo afar ólíklegt er að Johnson takist að halda í settan útgöngudag. Mina Andreeva, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, staðfesti frestun í dag. „Það sem ég get sagt ykkur er að sammælst hefur verið um það að veita frestun og við munum halda áfram þessari vinnu á næstu dögum.“ Johnson ætlar sér nú að reyna að boða til nýrra þingkosninga á Bretlandi. Slík tillaga þarf að fara í gegnum þingið, sem hefur hafnað fyrri kosningatillögum forsætisráðherrans og krafist þess að fyrst sé tryggt að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. „Við viljum hafa það á hreinu að við erum tilbúin til þess að gefa þessu lengri tíma ef, og einungis ef, Verkamannaflokkurinn samþykkir kosningar 12. desember. Ég fæ ekki betur séð en að Verkamannaflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til nýrra kosninga.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira