Stokkað upp í ríkisstjórn Síle í skugga fjöldamótmæla Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 21:20 Mikill mannfjöldi kom saman í miðborg Santiago til að mótmæla stjórnvöldum í gær. AP/Rodrigo Abd Sebastián Piñera, forseti Síle, segist ætla að stokka upp í ríkisstjórn sinni til að reyna að kveða niður fjöldamótmæli sem hafa geisað í landinu undanfarna viku. Áætlað er að um milljón manns hafi tekið þátt í mótmælum í höfuðborginni Santiago í gær. Í yfirlýsingu við fréttamenn í forsetahöllinni La Moneda sagði Piñera að hann hafi greint öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar frá því að breytinga sé að vænta til að bregðast við kröfum mótmælenda. Hann sagði þó ekki hverjar breytingarnar yrðu né hvenær þær gengju í gegn.Reuters-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að til standi að skipta út að minnsta kosti níu ráðherrum, þar á meðal innanríkis-, varnarmála-, efnahags-, samgöngu- og umhverfisráðherrunum. Mótmælin í Síle hófust eftir að tilkynnt var um verðhækkanir í neðanjarðarlestarkerfi Santiago. Þau þróuðust út í óeirðir sem leiddu til dauða að minnsta kosti sautján manns og mikils eignatjóns. Talið er að um 7.000 manns hafi verið handteknir.Til að lægja öldurnar lofaði Piñera að hækka lágmarkslaun og lífeyri, hætta við verðhækkanir í almenningssamgöngum og ráðast í umbætur á heilbrigðiskerfi landsins í vikunni. Viðbrögð yfirvalda við mótmælunum hafa hins vegar sætt harðri gagnrýni, ekki síst stríðs sem Piñera lýsti yfir á hendur þeirra sem hann kallaðir „skemmdarvarga“. Fól hann hernum að gæta öryggi víða um landið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Santiago á hverri nóttu í vikunni. Gagnrýnendur forsetans segja að aðfarir hans minni á einræðisstjórn Augusto Pinochet, herforingja. Piñera sagðist í morgun ætla að aflétta útgöngubanni annað kvöld ef aðstæður leyfðu. Mótmælin í gær fóru friðsamlega fram. Áætlað er að um milljón manns hafi safnast saman í höfuðborginni, blásið í flautur, barið í potta og pönnur og krafist breytinga, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við heyrðum öll skilaboðin. Við höfum öll breyst,“ tísti forsetinn um mótmælin í gær.Todos hemos escuchado y comprendido mensaje de los chilenos. He pedido a todos los ministros poner sus cargos a disposición. Trabajamos en conformación de un nuevo equipo que represente el cambio y lidere los nuevos tiempos, + justos y solidarios, q los chilenos quieren y merecen— Sebastian Piñera (@sebastianpinera) October 26, 2019 Chile Tengdar fréttir Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15 Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00 Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00 Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Sebastián Piñera, forseti Síle, segist ætla að stokka upp í ríkisstjórn sinni til að reyna að kveða niður fjöldamótmæli sem hafa geisað í landinu undanfarna viku. Áætlað er að um milljón manns hafi tekið þátt í mótmælum í höfuðborginni Santiago í gær. Í yfirlýsingu við fréttamenn í forsetahöllinni La Moneda sagði Piñera að hann hafi greint öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar frá því að breytinga sé að vænta til að bregðast við kröfum mótmælenda. Hann sagði þó ekki hverjar breytingarnar yrðu né hvenær þær gengju í gegn.Reuters-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að til standi að skipta út að minnsta kosti níu ráðherrum, þar á meðal innanríkis-, varnarmála-, efnahags-, samgöngu- og umhverfisráðherrunum. Mótmælin í Síle hófust eftir að tilkynnt var um verðhækkanir í neðanjarðarlestarkerfi Santiago. Þau þróuðust út í óeirðir sem leiddu til dauða að minnsta kosti sautján manns og mikils eignatjóns. Talið er að um 7.000 manns hafi verið handteknir.Til að lægja öldurnar lofaði Piñera að hækka lágmarkslaun og lífeyri, hætta við verðhækkanir í almenningssamgöngum og ráðast í umbætur á heilbrigðiskerfi landsins í vikunni. Viðbrögð yfirvalda við mótmælunum hafa hins vegar sætt harðri gagnrýni, ekki síst stríðs sem Piñera lýsti yfir á hendur þeirra sem hann kallaðir „skemmdarvarga“. Fól hann hernum að gæta öryggi víða um landið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Santiago á hverri nóttu í vikunni. Gagnrýnendur forsetans segja að aðfarir hans minni á einræðisstjórn Augusto Pinochet, herforingja. Piñera sagðist í morgun ætla að aflétta útgöngubanni annað kvöld ef aðstæður leyfðu. Mótmælin í gær fóru friðsamlega fram. Áætlað er að um milljón manns hafi safnast saman í höfuðborginni, blásið í flautur, barið í potta og pönnur og krafist breytinga, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við heyrðum öll skilaboðin. Við höfum öll breyst,“ tísti forsetinn um mótmælin í gær.Todos hemos escuchado y comprendido mensaje de los chilenos. He pedido a todos los ministros poner sus cargos a disposición. Trabajamos en conformación de un nuevo equipo que represente el cambio y lidere los nuevos tiempos, + justos y solidarios, q los chilenos quieren y merecen— Sebastian Piñera (@sebastianpinera) October 26, 2019
Chile Tengdar fréttir Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15 Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00 Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00 Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Mannfall í Santiago Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga 22. október 2019 06:15
Sílesk kona á Íslandi segir yfirstéttina hafa hertekið stjórnmálin Ellefu hafa látist í fjöldamótmælum sem geysa nú í Síle. Útgöngubann er í gildi í stórborgum og lögregla hefur beitt táragasi. 21. október 2019 19:00
Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. 21. október 2019 06:00
Fimm létu lífið í óeirðum í Santíagó Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu daga og hefur herinn skorist í leikinn og beitt táragasi og háþrýstivatnsbyssum á fólkið. 21. október 2019 07:10