Ekkert stöðvar Patriots og 49ers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. október 2019 10:00 Það er gaman hjá Garoppolo og félögum í 49ers. vísir/getty Ósigruðu liðin í NFL-deildinni, New England Patriots og San Francisco 49ers, gáfu ekkert eftir í gær og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum. Cleveland Browns stóð sig lengi vel gegn Patriots í gær en gerði sig seka um mikið af slæmum mistökum og það er í aldrei í boði gegn meisturunum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var með 259 kastjarda í leiknum og þar af kastaði hann fyrir tveimur snertimörkum á Julian Edelman. Þetta var sigur númer 300 á ferlinum hjá þjálfara liðsins, Bill Belichick. Hann er þriðji þjálfarinn sem kemst í þann klúbb.FINAL: @Patriots stay undefeated through 8 weeks! #GoPats#CLEvsNEpic.twitter.com/YIXCGljqgr — NFL (@NFL) October 27, 2019 San Francisco 49ers vex með hverri raun og í nótt valtaði liðið yfir Carolina Panthers og skoraði 51 stig. Leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, með 175 kastjarda og tvær snertimarksendingar. Hlauparinn Tevin Coleman skoraði fjögur snertimörk í leiknum. Þrisvar sinnum hljóp hann með boltann í markið en einu sinni greip hann bolta fyrir snertimarki. Niners líta hrikalega vel út.FINAL: @Teco_Raww scores 4 TDs as the @49ers dominate! #GoNiners#CARvsSFpic.twitter.com/bGH2mGHnet — NFL (@NFL) October 27, 2019 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, snéri til baka eftir meiðsli í gær og átti stórleik í öruggum sigri sinna manna gegn Arizona. Hann var með 373 kastjarda og þar af þrjár snertimarkssendingar. Ekkert ryð á þeim bænum. Útherjinn Michael Thomas með eitt snertimark og 112 jarda. Hlauparinn Latavius Murray hljóp 102 jarda og skoraði eitt snertimark.FINAL: @Saints win in @drewbrees' return! #AZvsNO#Saintspic.twitter.com/uArjJCZBMS — NFL (@NFL) October 27, 2019 Green Bay Packers vann sinn fjórða leik í röð er liðið sótti Kansas City Chiefs heim en Kansas var án leikstjórnandans Patrick Mahomes sem er meiddur. Það nýtti Packers sér. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, kastaði boltanum 305 jarda og þar af fyrir þremur snertimörkum. Hlauparinn Aaron Jones hljóp 67 jarda en greip svo sjö bolta fyrir 159 jördum og tveimur snertimörkum.FINAL: @packers over the Chiefs on Sunday Night! #GoPackGo#GBvsKC (by @Lexus) pic.twitter.com/aa53vA3aCa — NFL (@NFL) October 28, 2019Úrslit: Indianapolis-Denver 15-13 Tennessee-Tampa Bay 27-23 New Orleans-Arizona 31-9 LA Rams-Cincinnati 24-10 Jacksonville-NY Jets 29-15 Detroit-NY Giants 31-26 Chicago-LA Chargers 16-17 Buffalo-Philadelphia 13-31 Atlanta-Seattle 20-27 San Francisco-Carolina 51-13 New England-Cleveland 27-13 Houston-Oakland 27-24 Kansas City-Green Bay 24-31Í nótt: Pittsburgh Steelers - Miami DolphinsStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira
Ósigruðu liðin í NFL-deildinni, New England Patriots og San Francisco 49ers, gáfu ekkert eftir í gær og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum. Cleveland Browns stóð sig lengi vel gegn Patriots í gær en gerði sig seka um mikið af slæmum mistökum og það er í aldrei í boði gegn meisturunum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var með 259 kastjarda í leiknum og þar af kastaði hann fyrir tveimur snertimörkum á Julian Edelman. Þetta var sigur númer 300 á ferlinum hjá þjálfara liðsins, Bill Belichick. Hann er þriðji þjálfarinn sem kemst í þann klúbb.FINAL: @Patriots stay undefeated through 8 weeks! #GoPats#CLEvsNEpic.twitter.com/YIXCGljqgr — NFL (@NFL) October 27, 2019 San Francisco 49ers vex með hverri raun og í nótt valtaði liðið yfir Carolina Panthers og skoraði 51 stig. Leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, með 175 kastjarda og tvær snertimarksendingar. Hlauparinn Tevin Coleman skoraði fjögur snertimörk í leiknum. Þrisvar sinnum hljóp hann með boltann í markið en einu sinni greip hann bolta fyrir snertimarki. Niners líta hrikalega vel út.FINAL: @Teco_Raww scores 4 TDs as the @49ers dominate! #GoNiners#CARvsSFpic.twitter.com/bGH2mGHnet — NFL (@NFL) October 27, 2019 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, snéri til baka eftir meiðsli í gær og átti stórleik í öruggum sigri sinna manna gegn Arizona. Hann var með 373 kastjarda og þar af þrjár snertimarkssendingar. Ekkert ryð á þeim bænum. Útherjinn Michael Thomas með eitt snertimark og 112 jarda. Hlauparinn Latavius Murray hljóp 102 jarda og skoraði eitt snertimark.FINAL: @Saints win in @drewbrees' return! #AZvsNO#Saintspic.twitter.com/uArjJCZBMS — NFL (@NFL) October 27, 2019 Green Bay Packers vann sinn fjórða leik í röð er liðið sótti Kansas City Chiefs heim en Kansas var án leikstjórnandans Patrick Mahomes sem er meiddur. Það nýtti Packers sér. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, kastaði boltanum 305 jarda og þar af fyrir þremur snertimörkum. Hlauparinn Aaron Jones hljóp 67 jarda en greip svo sjö bolta fyrir 159 jördum og tveimur snertimörkum.FINAL: @packers over the Chiefs on Sunday Night! #GoPackGo#GBvsKC (by @Lexus) pic.twitter.com/aa53vA3aCa — NFL (@NFL) October 28, 2019Úrslit: Indianapolis-Denver 15-13 Tennessee-Tampa Bay 27-23 New Orleans-Arizona 31-9 LA Rams-Cincinnati 24-10 Jacksonville-NY Jets 29-15 Detroit-NY Giants 31-26 Chicago-LA Chargers 16-17 Buffalo-Philadelphia 13-31 Atlanta-Seattle 20-27 San Francisco-Carolina 51-13 New England-Cleveland 27-13 Houston-Oakland 27-24 Kansas City-Green Bay 24-31Í nótt: Pittsburgh Steelers - Miami DolphinsStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira