Ekkert stöðvar Patriots og 49ers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. október 2019 10:00 Það er gaman hjá Garoppolo og félögum í 49ers. vísir/getty Ósigruðu liðin í NFL-deildinni, New England Patriots og San Francisco 49ers, gáfu ekkert eftir í gær og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum. Cleveland Browns stóð sig lengi vel gegn Patriots í gær en gerði sig seka um mikið af slæmum mistökum og það er í aldrei í boði gegn meisturunum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var með 259 kastjarda í leiknum og þar af kastaði hann fyrir tveimur snertimörkum á Julian Edelman. Þetta var sigur númer 300 á ferlinum hjá þjálfara liðsins, Bill Belichick. Hann er þriðji þjálfarinn sem kemst í þann klúbb.FINAL: @Patriots stay undefeated through 8 weeks! #GoPats#CLEvsNEpic.twitter.com/YIXCGljqgr — NFL (@NFL) October 27, 2019 San Francisco 49ers vex með hverri raun og í nótt valtaði liðið yfir Carolina Panthers og skoraði 51 stig. Leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, með 175 kastjarda og tvær snertimarksendingar. Hlauparinn Tevin Coleman skoraði fjögur snertimörk í leiknum. Þrisvar sinnum hljóp hann með boltann í markið en einu sinni greip hann bolta fyrir snertimarki. Niners líta hrikalega vel út.FINAL: @Teco_Raww scores 4 TDs as the @49ers dominate! #GoNiners#CARvsSFpic.twitter.com/bGH2mGHnet — NFL (@NFL) October 27, 2019 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, snéri til baka eftir meiðsli í gær og átti stórleik í öruggum sigri sinna manna gegn Arizona. Hann var með 373 kastjarda og þar af þrjár snertimarkssendingar. Ekkert ryð á þeim bænum. Útherjinn Michael Thomas með eitt snertimark og 112 jarda. Hlauparinn Latavius Murray hljóp 102 jarda og skoraði eitt snertimark.FINAL: @Saints win in @drewbrees' return! #AZvsNO#Saintspic.twitter.com/uArjJCZBMS — NFL (@NFL) October 27, 2019 Green Bay Packers vann sinn fjórða leik í röð er liðið sótti Kansas City Chiefs heim en Kansas var án leikstjórnandans Patrick Mahomes sem er meiddur. Það nýtti Packers sér. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, kastaði boltanum 305 jarda og þar af fyrir þremur snertimörkum. Hlauparinn Aaron Jones hljóp 67 jarda en greip svo sjö bolta fyrir 159 jördum og tveimur snertimörkum.FINAL: @packers over the Chiefs on Sunday Night! #GoPackGo#GBvsKC (by @Lexus) pic.twitter.com/aa53vA3aCa — NFL (@NFL) October 28, 2019Úrslit: Indianapolis-Denver 15-13 Tennessee-Tampa Bay 27-23 New Orleans-Arizona 31-9 LA Rams-Cincinnati 24-10 Jacksonville-NY Jets 29-15 Detroit-NY Giants 31-26 Chicago-LA Chargers 16-17 Buffalo-Philadelphia 13-31 Atlanta-Seattle 20-27 San Francisco-Carolina 51-13 New England-Cleveland 27-13 Houston-Oakland 27-24 Kansas City-Green Bay 24-31Í nótt: Pittsburgh Steelers - Miami DolphinsStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira
Ósigruðu liðin í NFL-deildinni, New England Patriots og San Francisco 49ers, gáfu ekkert eftir í gær og unnu sannfærandi sigra á andstæðingum sínum. Cleveland Browns stóð sig lengi vel gegn Patriots í gær en gerði sig seka um mikið af slæmum mistökum og það er í aldrei í boði gegn meisturunum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, var með 259 kastjarda í leiknum og þar af kastaði hann fyrir tveimur snertimörkum á Julian Edelman. Þetta var sigur númer 300 á ferlinum hjá þjálfara liðsins, Bill Belichick. Hann er þriðji þjálfarinn sem kemst í þann klúbb.FINAL: @Patriots stay undefeated through 8 weeks! #GoPats#CLEvsNEpic.twitter.com/YIXCGljqgr — NFL (@NFL) October 27, 2019 San Francisco 49ers vex með hverri raun og í nótt valtaði liðið yfir Carolina Panthers og skoraði 51 stig. Leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, með 175 kastjarda og tvær snertimarksendingar. Hlauparinn Tevin Coleman skoraði fjögur snertimörk í leiknum. Þrisvar sinnum hljóp hann með boltann í markið en einu sinni greip hann bolta fyrir snertimarki. Niners líta hrikalega vel út.FINAL: @Teco_Raww scores 4 TDs as the @49ers dominate! #GoNiners#CARvsSFpic.twitter.com/bGH2mGHnet — NFL (@NFL) October 27, 2019 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, snéri til baka eftir meiðsli í gær og átti stórleik í öruggum sigri sinna manna gegn Arizona. Hann var með 373 kastjarda og þar af þrjár snertimarkssendingar. Ekkert ryð á þeim bænum. Útherjinn Michael Thomas með eitt snertimark og 112 jarda. Hlauparinn Latavius Murray hljóp 102 jarda og skoraði eitt snertimark.FINAL: @Saints win in @drewbrees' return! #AZvsNO#Saintspic.twitter.com/uArjJCZBMS — NFL (@NFL) October 27, 2019 Green Bay Packers vann sinn fjórða leik í röð er liðið sótti Kansas City Chiefs heim en Kansas var án leikstjórnandans Patrick Mahomes sem er meiddur. Það nýtti Packers sér. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, kastaði boltanum 305 jarda og þar af fyrir þremur snertimörkum. Hlauparinn Aaron Jones hljóp 67 jarda en greip svo sjö bolta fyrir 159 jördum og tveimur snertimörkum.FINAL: @packers over the Chiefs on Sunday Night! #GoPackGo#GBvsKC (by @Lexus) pic.twitter.com/aa53vA3aCa — NFL (@NFL) October 28, 2019Úrslit: Indianapolis-Denver 15-13 Tennessee-Tampa Bay 27-23 New Orleans-Arizona 31-9 LA Rams-Cincinnati 24-10 Jacksonville-NY Jets 29-15 Detroit-NY Giants 31-26 Chicago-LA Chargers 16-17 Buffalo-Philadelphia 13-31 Atlanta-Seattle 20-27 San Francisco-Carolina 51-13 New England-Cleveland 27-13 Houston-Oakland 27-24 Kansas City-Green Bay 24-31Í nótt: Pittsburgh Steelers - Miami DolphinsStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira