Greiða atkvæði í þinginu um rannsókn Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2019 21:56 Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Getty/Chip Somodevilla Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46
Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45
Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30
Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00