Greiða atkvæði í þinginu um rannsókn Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2019 21:56 Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Getty/Chip Somodevilla Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46
Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45
Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30
Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00