Víðtækt rafmagnsleysi í Kaliforníu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 29. október 2019 08:38 Slökkviliðsmenn slökkva í glæðum í húsi sem hefur brunnið. AP/Ringo H.W. Chiu Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Gríðarlega víðtækt rafmagnsleysi er nú í Kalíforníuríki vegna eldanna sem þar geisa víða og er búist við að ein og hálf milljón manna til viðbótar missi rafmagnið hjá sér í dag. Ástæða er fyrst og fremst sú að raforkufyrirtæki vilja koma í veg fyrir að fallnar raflínur orsaki fleiri elda en að minnsta kosti eitt fyrirtæki, Pacific Gas & Electric er nú þegar til rannsóknar hjá yfirvöldum eftir að það lokaði fyrir rafmagn hjá 970 þúsund eignum í ríkinu og tilkynntu um að til standi að slökkva á 650 þúsund viðskiptavinum til viðbótar. Áhöld eru um hvort þessar fyrirbyggjandi aðgerðir standist lög.Einn erfiðasti eldurinn sem nú brennur er svokallaður Getty eldur sem átti upptök sín í grennd við Getty listamiðstöðina í Los Angeles. Stórstjörnur á borð við Arnold Schwarzenegger og Le Bron James hafa þurft að flýja heimili sín vegna hans. Lengra í norður, í Sonoma, hafa 180 þúsund manns neyðst til að flýja undan eldunum sem þar brenna. Sterkir vindar hafa leitt til þess að eldarnir dreifa mjög hratt úr sér. Minnst 96 byggingar hafa brunnið í eldunum í Sonoma. Eitthvað hefur þó hægt úr vindinum og hefur það hjálpað slökkviliðsmönnum við störf þeirra. AP fréttaveitan segir milljónir íbúa Kaliforníu undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og í einhverjum tilfellum gæti það varið í fimm daga eða jafnvel lengur. Margir þeirra eru alls ekki sáttir við raforkufyrirtækin. Þeir vilja ekki að þetta ástand vari til lengdar og óttast meðal annars að það gæti leitt til lækkunar fasteignaverðs. PG&E er í fjárhagskröggum en fyrirtækinu hefur verið kennt um þó nokkra elda undanfarin ár. Verðmæti hlutabréfa fyrirtækisins lækkaði um 24 prósent í gær og hefur lækkað um helming frá því á fimmtudaginn.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Skógareldar Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08 90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kaliforníu vegna kjarreldanna Eldfimum aðstæðum er áfram spáð fram á morgundaginn. 27. október 2019 23:08
90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns 90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana. 27. október 2019 08:42