Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:14 Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra. Vísir/Vilhelm Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson. Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. Lengi hefur legið fyrir að stækka þurfi flughlaðið á Akureyrarflugvelli og stækka flugstöðina þar sem og á Egilsstöðum þannig að þessir flugvellir geti sinnt hlutverki sínu til fulls sem varaflugvellir í millilandaflugi. Þá stendur aðstaðan á Akureyrarflugvelli uppbyggingu alþjóðlegrar ferðaþjónustu á Norðurlandi fyrir þrifum. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir þessa uppbyggingu ekki þola lengri bið. Ákveðnar lausnir hafi verið í samgönguáætlun sem kynnt var í febrúar og gerðu ráð fyrir gjaldtöku en þær séu ekki færar. Ekki sé hægt að leggja meiri álögur á flugstarfsemina. „Því verður að að nota væntanlega eitthvað af því viðbótarfjármagni sem verið er að setja í samgöngumálin til að hefja framkvæmdir við þetta sem allra fyrst,“ segir Jón. En ákveðið hefur verið að setja fjóra milljarða til viðbótar til samgöngubóta í þá samgönguáætlun sem nú er að koma til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd. Jón segir umsagnir öryggisnefndar íslenskra atvinnuflugmanna og fulltrúa flugfélaganna undirstrika hversu aðkallandi uppbygging þessara flugvalla sé. Það eigi reyndar einnig við um hafnir einnig sem setið hafi á hakanum undanfarin ár. „Það er talað um að leggja viðbótar akstursbraut við Egilsstaðaflugvöll þar sem hægt yrði að geyma flugvélar á ef til kæmi. Síðan að stækka flughlaðið og gera aðstöðuna á Akureyri sómasamlega til að Akureyrarflugvöllur geti sinnt þessu hlutverki,“ segir Jón. Jarðefni sem féll til við gerð Vaðlaheiðarganga hefur verið ætlað til stækkunar flughlaðsins á Akureyrarflugvelli allt frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Hvað hefur stoppað þetta þegar allir virðast vera sammála um að þetta sé nauðsynlegt? „það er nú bara eins og oft hefur komið fram að það eru auðvitað mjög stór verkefni fyrir framan okkur í samgöngumálum. Þetta er bara eitt af þeim. Fjármagninu hefur verið forgangsraðað kannski fyrst og fremst í mjög brýn samgönguverkefni í vegagerð,“ segir Jón Gunnarsson.
Akureyri Alþingi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira