Fær ekki milljónirnar eftir uppsögn hjá Wow í aðdraganda gjaldþrotsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2019 15:45 Maðurinn starfaði sem flugvirki hjá Wow air frá því í október 2016 og þar til honum var sagt upp í desember 2018. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað þrotabú flugfélagsins Wow air af kröfum flugvirkja sem sagt var upp störfum hjá flugfélaginu í desember síðastliðnum, skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta eins og frægt er orðið. Flugvirkinn hélt því fram að uppsögn hans hefði verið ólögmæt og m.a. brotið gegn lögum um fæðingarorlof og ráðningarvernd trúnaðarmanna. Málið var höfðað 27. mars síðastliðinn, daginn áður en Wow air hætti starfsemi eftir mikla rekstrarörðugleika. Starfsmaðurinn krafði þrotabú WOW air um tæpar 14,5 milljónir króna í vangreidd laun og miskabætur, auk málskostnaðar.Varð fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum í hópuppsögn Tildrög málsins eru þau að maðurinn starfaði sem flugvirki hjá Wow air frá því í október 2016. Hann var svo skipaður trúnaðarmaður félagsins hjá Wow air í júní 2017. Í september 2018 var honum sagt upp störfum hjá Wow air með samningsbundnum fyrirvara en sú uppsögn var svo dregin til baka eftir að fram komu mótmæli Flugvirkjafélags Íslands til Wow air í október sama ár. Í lok október tilkynnti maðurinn að hann hygðist hefja töku fæðingarorlofs en um miðjan nóvember tilkynnti hann um að hann vildi fresta töku fæðingarorlofsins um óákveðinn tíma. Þann 13. desember 2018 var honum svo loks tilkynnt að hann væri meðal þeirra sem sagt hefði verið upp störfum hjá Wow air í hópuppsögn. Framganga Wow air íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón Maðurinn krafðist bóta frá Wow air á grundvelli þess að uppsögn hans hefði verið ólögmæt þar sem hann hafi notið ráðningarverndar sem trúnaðarmaður stéttarfélags síns. Þá byggði hann kröfu sína einnig á því að bannað væri að segja upp starfsmanni sökum þess að hann hafi tilkynnt um fyrirhugað fæðingarorlof. Þá byggði maðurinn á því að röksemdir Wow er vörðuðu rekstrarerfiðleika fyrirtækisins, sem á tímabili uppsagnarinnar voru orðnir talsverðir, gætu ekki talist gildar ástæður fyrir uppsögninni, m.a. þar sem ekki hafi öllum flugvirkjum verið sagt upp. Auk þess hafi hann haft meiri starfsreynslu en a.m.k. tveir af þeim sem ekki var sagt upp. „Hann vísar til þess að framganga og framkoma Wow air hf. hvað varðar fyrri uppsögn, áminningu og endanlega uppsögn hafi verið sérlega íþyngjandi fyrir hann og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og haft neikvæð áhrif á álit annarra á honum. Þá hafi framganga Wow air hf. varðandi veitingu starfsréttinda og þjálfun til þeirra verið meiðandi í hans garð og valdið tjóni,“ segir m.a. í dómnum. Ljóst að reksturinn gekk „afar brösulega“ Wow air vísaði m.a. til þess að uppsögn mannsins hefði verið liður í veigamiklum ráðstöfunum sem fyrirtækið „hafi verið nauðbeygt til að gera í ljósi fjárhagsstöðu sinnar.“ Uppsögnin hafi á engan hátt tengst persónu mannsins eða fyrri atvikum í samskiptum hans og Wow air. Þá hafi maðurinn jafnframt ekki haft svokölluð „týpuréttindi“ á flugvélar Wow air.Í dómi segir að svo virðist sem „býsna óljóst“ hafi verið hverjir voru trúnaðarmenn Flugvirkjafélags Íslands hjá Wow air. Það sé óheppilegt og slík óvissa verði að telja atvinnurekanda, þ.e. Wow air, í óhag. Einnig verði að taka undir það með manninum að réttarvernd um fæðingarorlof hafi ekki fallið niður við það að hann frestaði töku þess, líkt og Wow air hélt fram. Hins vegar sé óumdeilt að rekstur Wow air gekk „afar brösulega“ í lok árs 2018 þegar atvik málsins urðu. Í þessu ljósi verða uppsagnir flugfélagsins að teljast eðlilegar. Niðurstaða dómsins var því að endingu sú að uppsögnin hafi farið fram á málefnalegum forsendum. Þá hafi uppsögn flugvirkjans hvorki farið gegn ákvæðum um ráðningarvernd trúnaðarmanna né brotið gegn ákvæði laga um fæðingarorlof. Wow air var því sýknað af kröfum mannsins en málskotnaður var látinn falla niður. Dómsmál Fæðingarorlof Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32 Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi WOW starfsmanna hafnar Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air eru þegar hafnar. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. 16. október 2019 19:30 Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC hefur staðið við sinn hluta kaupsamningins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. 18. september 2019 16:31 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað þrotabú flugfélagsins Wow air af kröfum flugvirkja sem sagt var upp störfum hjá flugfélaginu í desember síðastliðnum, skömmu áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta eins og frægt er orðið. Flugvirkinn hélt því fram að uppsögn hans hefði verið ólögmæt og m.a. brotið gegn lögum um fæðingarorlof og ráðningarvernd trúnaðarmanna. Málið var höfðað 27. mars síðastliðinn, daginn áður en Wow air hætti starfsemi eftir mikla rekstrarörðugleika. Starfsmaðurinn krafði þrotabú WOW air um tæpar 14,5 milljónir króna í vangreidd laun og miskabætur, auk málskostnaðar.Varð fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum í hópuppsögn Tildrög málsins eru þau að maðurinn starfaði sem flugvirki hjá Wow air frá því í október 2016. Hann var svo skipaður trúnaðarmaður félagsins hjá Wow air í júní 2017. Í september 2018 var honum sagt upp störfum hjá Wow air með samningsbundnum fyrirvara en sú uppsögn var svo dregin til baka eftir að fram komu mótmæli Flugvirkjafélags Íslands til Wow air í október sama ár. Í lok október tilkynnti maðurinn að hann hygðist hefja töku fæðingarorlofs en um miðjan nóvember tilkynnti hann um að hann vildi fresta töku fæðingarorlofsins um óákveðinn tíma. Þann 13. desember 2018 var honum svo loks tilkynnt að hann væri meðal þeirra sem sagt hefði verið upp störfum hjá Wow air í hópuppsögn. Framganga Wow air íþyngjandi og bakað honum andlegt tjón Maðurinn krafðist bóta frá Wow air á grundvelli þess að uppsögn hans hefði verið ólögmæt þar sem hann hafi notið ráðningarverndar sem trúnaðarmaður stéttarfélags síns. Þá byggði hann kröfu sína einnig á því að bannað væri að segja upp starfsmanni sökum þess að hann hafi tilkynnt um fyrirhugað fæðingarorlof. Þá byggði maðurinn á því að röksemdir Wow er vörðuðu rekstrarerfiðleika fyrirtækisins, sem á tímabili uppsagnarinnar voru orðnir talsverðir, gætu ekki talist gildar ástæður fyrir uppsögninni, m.a. þar sem ekki hafi öllum flugvirkjum verið sagt upp. Auk þess hafi hann haft meiri starfsreynslu en a.m.k. tveir af þeim sem ekki var sagt upp. „Hann vísar til þess að framganga og framkoma Wow air hf. hvað varðar fyrri uppsögn, áminningu og endanlega uppsögn hafi verið sérlega íþyngjandi fyrir hann og bakað honum andlegt tjón, rýrt starfsheiður hans og haft neikvæð áhrif á álit annarra á honum. Þá hafi framganga Wow air hf. varðandi veitingu starfsréttinda og þjálfun til þeirra verið meiðandi í hans garð og valdið tjóni,“ segir m.a. í dómnum. Ljóst að reksturinn gekk „afar brösulega“ Wow air vísaði m.a. til þess að uppsögn mannsins hefði verið liður í veigamiklum ráðstöfunum sem fyrirtækið „hafi verið nauðbeygt til að gera í ljósi fjárhagsstöðu sinnar.“ Uppsögnin hafi á engan hátt tengst persónu mannsins eða fyrri atvikum í samskiptum hans og Wow air. Þá hafi maðurinn jafnframt ekki haft svokölluð „týpuréttindi“ á flugvélar Wow air.Í dómi segir að svo virðist sem „býsna óljóst“ hafi verið hverjir voru trúnaðarmenn Flugvirkjafélags Íslands hjá Wow air. Það sé óheppilegt og slík óvissa verði að telja atvinnurekanda, þ.e. Wow air, í óhag. Einnig verði að taka undir það með manninum að réttarvernd um fæðingarorlof hafi ekki fallið niður við það að hann frestaði töku þess, líkt og Wow air hélt fram. Hins vegar sé óumdeilt að rekstur Wow air gekk „afar brösulega“ í lok árs 2018 þegar atvik málsins urðu. Í þessu ljósi verða uppsagnir flugfélagsins að teljast eðlilegar. Niðurstaða dómsins var því að endingu sú að uppsögnin hafi farið fram á málefnalegum forsendum. Þá hafi uppsögn flugvirkjans hvorki farið gegn ákvæðum um ráðningarvernd trúnaðarmanna né brotið gegn ákvæði laga um fæðingarorlof. Wow air var því sýknað af kröfum mannsins en málskotnaður var látinn falla niður.
Dómsmál Fæðingarorlof Kjaramál WOW Air Tengdar fréttir WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32 Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi WOW starfsmanna hafnar Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air eru þegar hafnar. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. 16. október 2019 19:30 Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC hefur staðið við sinn hluta kaupsamningins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. 18. september 2019 16:31 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Sjá meira
WOW air frestar fyrstu ferðum til desember Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, segir fyrirhugað að hefja sölu á flugmiðum hjá endurreistu WOW air í nóvember. 8. október 2019 23:32
Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi WOW starfsmanna hafnar Greiðslur úr ábyrgðasjóði launa til fyrrverandi starfsmanna WOW-air eru þegar hafnar. Búið er að greiða starfsmönnum BHM og er unnið að því að greiða flugstjórum og flugmönnum. Gert er ráð fyrir að greiðslur úr sjóðnum nemi 2,3 milljörðum í ár. 16. október 2019 19:30
Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC hefur staðið við sinn hluta kaupsamningins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. 18. september 2019 16:31