Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 10:38 Íbúar í norðanverðu Sýrlandi flýja undan loftárásum Tyrkja í gær. Vísir/AP Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01
Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27
Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent