Tokarczuk og Handke fá bókmenntaverðlaun Nóbels Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 11:06 Olga Tokarczuk and Peter Handke. Verðlaunahafar bókmenntaverðlauna Nóbels árin 2018 og 2019 eru pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austurríski rithöfundurinn Peter Handke. Þetta tilkynnti sænska akademían á fréttamannafundi rétt í þessu. Veitt voru tvenn verðlaun að þessu sinni þar sem engin verðlaun voru veitt í fyrra vegna hneykslismáls sem skók sænsku akademíuna. Eiginmaður eins nefndarmeðlims reyndist sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. Tokarczuk fær verðlaunin fyrir árið 2018. Hún er fædd árið 1962 og er einn fremsti höfundur Póllands. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Bieguni í fyrra. Þá er hún er menntaður sálfræðingur og eftir hana liggja skáldverk af ýmsum toga, bæði ljóð og skáldsögur. Hún hefur einkum vakið athygli fyrir „dularfullan“ ritstíl og ítrekað verið verðlaunuð á Nike-verðlaununum, aðalbókmenntaverðlaunum Póllands. Tokarczuk er fimmtánda konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels en talið var líklegt að kona, eða konur, yrðu fyrir valinu í ár. Peter Handke er fæddur árið 1942 og er verðlaunaður fyrir árið 2019. Hann hefur ritað bæði skáldsögur og leikrit, auk þess sem hann er afkastamikill þýðandi. Á meðal hans þekktustu verka er skáldsagan Die Angst des Tormanns beim Eldmeter, sem gerð var að samnefndri kvikmynd árið 1972. Hann stökk fyrst fram á sjónarsviðið árið 1966 með hinu framúrstefnulega leikverki Publikumsbeschimpfung.Fréttin hefur verið uppfærð.BREAKING NEWS:The Nobel Prize in Literature for 2018 is awarded to the Polish author Olga Tokarczuk. The Nobel Prize in Literature for 2019 is awarded to the Austrian author Peter Handke.#NobelPrize pic.twitter.com/CeKNz1oTSB— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2019 Austurríki Bókmenntir Menning Nóbelsverðlaun Pólland Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Sjá meira
Verðlaunahafar bókmenntaverðlauna Nóbels árin 2018 og 2019 eru pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austurríski rithöfundurinn Peter Handke. Þetta tilkynnti sænska akademían á fréttamannafundi rétt í þessu. Veitt voru tvenn verðlaun að þessu sinni þar sem engin verðlaun voru veitt í fyrra vegna hneykslismáls sem skók sænsku akademíuna. Eiginmaður eins nefndarmeðlims reyndist sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. Tokarczuk fær verðlaunin fyrir árið 2018. Hún er fædd árið 1962 og er einn fremsti höfundur Póllands. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Bieguni í fyrra. Þá er hún er menntaður sálfræðingur og eftir hana liggja skáldverk af ýmsum toga, bæði ljóð og skáldsögur. Hún hefur einkum vakið athygli fyrir „dularfullan“ ritstíl og ítrekað verið verðlaunuð á Nike-verðlaununum, aðalbókmenntaverðlaunum Póllands. Tokarczuk er fimmtánda konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels en talið var líklegt að kona, eða konur, yrðu fyrir valinu í ár. Peter Handke er fæddur árið 1942 og er verðlaunaður fyrir árið 2019. Hann hefur ritað bæði skáldsögur og leikrit, auk þess sem hann er afkastamikill þýðandi. Á meðal hans þekktustu verka er skáldsagan Die Angst des Tormanns beim Eldmeter, sem gerð var að samnefndri kvikmynd árið 1972. Hann stökk fyrst fram á sjónarsviðið árið 1966 með hinu framúrstefnulega leikverki Publikumsbeschimpfung.Fréttin hefur verið uppfærð.BREAKING NEWS:The Nobel Prize in Literature for 2018 is awarded to the Polish author Olga Tokarczuk. The Nobel Prize in Literature for 2019 is awarded to the Austrian author Peter Handke.#NobelPrize pic.twitter.com/CeKNz1oTSB— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2019
Austurríki Bókmenntir Menning Nóbelsverðlaun Pólland Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Sjá meira