Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 23:46 Mennirnir voru færðir fyrir dómara í dag. AP/Dana Verkouteren Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira