Sjálfbær ferðaþjónusta þýðir sjálfbær laun Drífa Snædal skrifar 11. október 2019 15:45 Það er undarlegt að sitja undir þeim málflutningi að hár launakostnaður á Íslandi stefni fyrirtækjum í voða, sérstaklega í ferðaþjónustunni. Hér eru vissulega há laun á heimsmælikvarða en það er líka dýrt að lifa eins og allir þekkja sem einhvern tímann hafa farið út í búð eða staðið undir húsnæðiskostnaði. En þegar atvinnurekendur gagnrýna há laun liggur í loftinu að þau eigi að vera lægri, undirliggjandi er frekjuleg krafa um að fólk eigi að komast af með minna. Sama er uppi á teningnum þegar Íslendingar kvarta yfir háu verði á vöru og þjónustu. Nýjasta dæmið í vikunni var það sem einhverjir telja háan leigubílakostnað. Ef leigubílstjórar væru að maka krókinn langt umfram annað vinnandi fólk á Íslandi myndi ég skilja gagnrýnina, en svo er sannarlega ekki. Við búum við góð lífsgæði og þau kosta! Við eigum að vera stolt af okkar lífsgæðum og gera betur, eins og lönd sem eru fremst í flokki. Þau hafa aldrei sætt sig við að vera góð í alþjóðlegum samanburði heldur stefnt hærra. Við markaðssetjum okkur gagnvart túristum sem sjálfbært land sem býður upp á sjálfbærar ferðir. Í því hlýtur að felast að greiða líka laun sem má lifa af, góðar vinnuaðstæður og skynsaman vinnutíma. Annars fer sjálfbærnin fyrir lítið. Hluti af því að vera stolt af landinu okkar og samfélagi er því að greiða laun yfir kjarasamningum, uppræta launaþjófnað, tryggja jafnrétti og jöfnuð og sterka velferð fyrir alla. Það á einfaldlega að vera hluti af því sem við bjóðum gestum uppá. Leiðsögumenn sem ég hef rætt við telja ferðamenn ekki síður heillaða af samfélagslegum áherslum en náttúru undrum. Stöndum undir þeirri hrifningu! Njótið helgarinnar, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Það er undarlegt að sitja undir þeim málflutningi að hár launakostnaður á Íslandi stefni fyrirtækjum í voða, sérstaklega í ferðaþjónustunni. Hér eru vissulega há laun á heimsmælikvarða en það er líka dýrt að lifa eins og allir þekkja sem einhvern tímann hafa farið út í búð eða staðið undir húsnæðiskostnaði. En þegar atvinnurekendur gagnrýna há laun liggur í loftinu að þau eigi að vera lægri, undirliggjandi er frekjuleg krafa um að fólk eigi að komast af með minna. Sama er uppi á teningnum þegar Íslendingar kvarta yfir háu verði á vöru og þjónustu. Nýjasta dæmið í vikunni var það sem einhverjir telja háan leigubílakostnað. Ef leigubílstjórar væru að maka krókinn langt umfram annað vinnandi fólk á Íslandi myndi ég skilja gagnrýnina, en svo er sannarlega ekki. Við búum við góð lífsgæði og þau kosta! Við eigum að vera stolt af okkar lífsgæðum og gera betur, eins og lönd sem eru fremst í flokki. Þau hafa aldrei sætt sig við að vera góð í alþjóðlegum samanburði heldur stefnt hærra. Við markaðssetjum okkur gagnvart túristum sem sjálfbært land sem býður upp á sjálfbærar ferðir. Í því hlýtur að felast að greiða líka laun sem má lifa af, góðar vinnuaðstæður og skynsaman vinnutíma. Annars fer sjálfbærnin fyrir lítið. Hluti af því að vera stolt af landinu okkar og samfélagi er því að greiða laun yfir kjarasamningum, uppræta launaþjófnað, tryggja jafnrétti og jöfnuð og sterka velferð fyrir alla. Það á einfaldlega að vera hluti af því sem við bjóðum gestum uppá. Leiðsögumenn sem ég hef rætt við telja ferðamenn ekki síður heillaða af samfélagslegum áherslum en náttúru undrum. Stöndum undir þeirri hrifningu! Njótið helgarinnar, Drífa.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar