Játuðu að hafa komið til Íslands til að selja fíkniefni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 19:30 Tveir albanskir menn, sem lögregla hafði afskipti af á dögunum, viðurkenndu að hafa komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur að mikið sé um að erlendir aðilar komi til Íslands tímabundið í þessum tilgangi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, telur að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar í mánuði afskipti af erlendum aðilum sem selji fíkniefni. „Við erum að verða varir við það að það eru erlendir aðilar að koma sérstaklega til landsins til að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Þeir komi þá tímabundið til Íslands og selji fíkniefni í gegn um snjallforrit í símanum. Grunur lögreglunnar hafi fengist staðfestur á dögunum þegar tveir albanskir menn voru stöðvaðir í umferðareftirliti. „Þá fundust fíkniefni í bílnum og í framhaldinu var farið í húsleit og fundust meiri efni. Þetta endaði í 100 grömmum (af kannabis) eða eitthvað svoleiðis. Og það kom svolítið á óvart í yfirheyrslum að þeir játuðu það að þeir hefði komið gagngert til Íslands til þess að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Áður hafi menn ekki viðurkennt að hafa komið hingað einungis í þessum tilgangi. „Þetta er svona einhver tilfinning og grunur sem við höfum haft en ekki kannski beint fengið þessa staðfestingu svona skíra eins og þarna. Ekki er vitað hver stóð á bak við starfsemi mannanna en grunur leikur á að starfsemin séu hluti af stærri og skipulagðari brotastarfsemi. Líklega komi Íslendingar einnig að málunum. Þá segir Jóhann Karlað mennirnir hafi verið hér í einhvern tíma og selt kannabis í gegn um snjallforrit í símanum. „Menn bara auglýsa sig og þú ferð inn á þessar síðusr og hringir og fær vöruna,“ segir Jóhann Karl. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tveir albanskir menn, sem lögregla hafði afskipti af á dögunum, viðurkenndu að hafa komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur að mikið sé um að erlendir aðilar komi til Íslands tímabundið í þessum tilgangi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, telur að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar í mánuði afskipti af erlendum aðilum sem selji fíkniefni. „Við erum að verða varir við það að það eru erlendir aðilar að koma sérstaklega til landsins til að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Þeir komi þá tímabundið til Íslands og selji fíkniefni í gegn um snjallforrit í símanum. Grunur lögreglunnar hafi fengist staðfestur á dögunum þegar tveir albanskir menn voru stöðvaðir í umferðareftirliti. „Þá fundust fíkniefni í bílnum og í framhaldinu var farið í húsleit og fundust meiri efni. Þetta endaði í 100 grömmum (af kannabis) eða eitthvað svoleiðis. Og það kom svolítið á óvart í yfirheyrslum að þeir játuðu það að þeir hefði komið gagngert til Íslands til þess að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Áður hafi menn ekki viðurkennt að hafa komið hingað einungis í þessum tilgangi. „Þetta er svona einhver tilfinning og grunur sem við höfum haft en ekki kannski beint fengið þessa staðfestingu svona skíra eins og þarna. Ekki er vitað hver stóð á bak við starfsemi mannanna en grunur leikur á að starfsemin séu hluti af stærri og skipulagðari brotastarfsemi. Líklega komi Íslendingar einnig að málunum. Þá segir Jóhann Karlað mennirnir hafi verið hér í einhvern tíma og selt kannabis í gegn um snjallforrit í símanum. „Menn bara auglýsa sig og þú ferð inn á þessar síðusr og hringir og fær vöruna,“ segir Jóhann Karl.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira