Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2019 22:15 Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“ Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“
Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira