Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 13:59 Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira