Segir arftaka Birgis og Magnúsar ekki njóta sinnar virðingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 13:59 Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi. Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“ Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Magðalena Ásgeirsdóttir, formaður læknaráðs Reykjalundar, segir upphaf ólgunnar á Reykjalundi mega rekja til skipuritsbreytinga sem stjórn SÍBS skynnti skömmu fyrir sumarlokun og fyrirhuguð ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Nýir yfirmenn sem SÍBS skipi njóti ekki sinnar virðingar en þau séu handbendi stjórnarinnar sem starfsfólk Reykjalundar treystir ekki.Gerðu athugasemdir við skipurit Herdís Gunnarsdóttir var ráðin í starfið og kynnt til leiks þann 23. ágúst síðastliðinn. Í dag var svo tilkynnt að hún sinnti jafnframt starfi forstjóra á meðan staðan væri auglýst eftir uppsögn Birgis Gunnarssonar um mánaðamótin. Mikil ólga var á Reykjalundi í síðustu viku. Starfsfólk sendi sjúklinga heim á fimmtudaginn og einn starfsmaður sagði að annaðhvort viki stjórn SÍBS eða starfsfólkið. „Þessi ólga er vissulega enn þá og mikil óvissa en upphaf þessa máls eru skipuritsbreytingar sem voru kynntar skömmu fyrir sumarlokun og ráðning í nýtt starf framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Starfsmenn og faghópar gerðu athugasemdir við ferlið, bæði við formann stjórnar SÍBS og framkvæmdastjórnar Reykjalundar, en það eina sem virðist hafa komið út úr því er að bæði forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga voru reknir en ferillinn látinn standa,“ sagði Magðalena í viðtali við fréttastofu í morgun.Rétt áður en starfsmannafundurinn hófst í hádeginu í dag þar sem Ólafur Þór Ævarsson var kynntur til leiks.Vísir/SigurjónÍ hádeginu var tilkynnt á starfsmannafundi á Reykjalundi, sem fáir sóttu, að Ólafur Þór Ævarsson tæki við af Magnúsi Ólasyni sem framkvæmdastjóra lækninga. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, sagði í viðtali fyrir helgi að Magnús hefði neitað að hætta störfum eins og til hefði staðið sökum aldurs þótt búið væri að ráða í starf hans. Magðalena segist íhuga stöðu sína hjá Reykjalundi. „Það var náttúrulega ótrúleg samstaða sem skapaðist hér á fimmtudaginn var, daginn eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp, og við lýstum vantrausti á stjórn SÍBS sem fer með yfirstjórn Reykjalundar. Í mínum huga er ekki starfandi undir þeirri stjórn og hver sá sem þau setja í þær stöður, sem munu vera tilkynntar nú á eftir, nýtur ekki minnar virðingar. Þannig að ég tel mig ekki geta unnið undir [eða verið] handbendi þeirrar stjórnar.“
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira