Trump tístir sem aldrei fyrr Davíð Stefánsson skrifar 16. október 2019 07:00 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31
Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27