NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:00 Frá kynningu búninganna í gærkvöldi. NASA/Joel Kowsky Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga. Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga.
Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira