Plastbensli trufla óbermi sem vilja losa dekk á hjólum Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 10:58 Steinar hefur sett fram snjalla hugmynd sem gæti hindrað þá ódáma við sína ömurlegu iðju sem felst í því að losa dekk reiðhjóla. „Já, ég hrökk við. Átti ekki von á að þetta næði þvílíku flugi,“ segir Steinar Kjartansson vélfræðingur í samtali við Vísi um mikla dreifingu sem mynd og færsla hans hefur fengið á Facebook. Viðbrögðin eru ef til vill til marks um að nokkur óhugnaður hefur gripið um sig í þjóðfélaginu og ekki að tilefnislausu. Steinar hefur sett fram hugmynd sem gengur út á að sporna við fæti gegn þeim óhuganlegu slysum sem frá hefur verið greint að undanförnu sem felast í því að dekk hjóla eru losuð þannig að reiðhjólamenn, oft börn og unglingar, steypast á höfuðið. Oft með skelfilegum afleiðingum. Hugmyndin gengur út á að herða dragbönd úr plasti um augað á stönginni sem er flýtiherðing dekks og um gaffalinn.Arminn má festa með plastbensli Steinar birtir mynd af því hvernig þetta virkar og lætur fylgja með orðsendingu: „Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna. Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.Hér má sjá mynd af því ráði sem Steinar leggur í púkkið.Með því að herða plastbensli yfir arminn á rónni má jafnvel koma í veg fyrir að hún sé losuð en í öllu falli ætti að vera augljóst ef átt hefur verið við hana.“Óhugnaður ríkir innan Langholtsskóla Steinar segir að þessi dragbönd megi fá í flestum byggingavöruverslunum, þá í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum til að hemja. Steinar segir myndina sýna minni gerð af dragböndum en stærri gerðirnar eru mjög sterkar. „Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“ Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta bragð sé í sjálfu sér ekki að fara að laga neina óæskilega hegðun eins né neins.Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta muni ekki skrúfa fyrir þær hvatir sem að baki búa en vonar að þetta geti orðið til að hægja á illvirkjunum.„En, þetta gæti komið í veg fyrir að þeir geri það sem þeir ætla sér af hvaða hvötum sem það er. Vona að það sé fyrst og fremst óvitaskapur, ef þetta er gert af illum hvötum en óhugnanlegt að er hugsa til þess að börn séu að gera svona. Vonandi að foreldrar kíki við hjá börnum sínum og fari yfir þetta.“ Steinar herðir reglulega upp á festingum á dekkjum hjóls sonar síns sem er í Langholtsskóla. En, einn félagi sonar hans, eða krakki sem hann kannast við, lenti í þessu. „Þá skoðaði ég hjól sonar míns. Ég var að nota svona strapper og hugmyndin kviknaði.“ Steinar segir það rétt að nokkur óhugnaður ríki vegna þessa í Langholtsskóla. Þar hafi barn lent í þessu og hefur mikið verið um það rætt á Facebookvegg foreldrafélagsins þar. Börn og uppeldi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15 Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Já, ég hrökk við. Átti ekki von á að þetta næði þvílíku flugi,“ segir Steinar Kjartansson vélfræðingur í samtali við Vísi um mikla dreifingu sem mynd og færsla hans hefur fengið á Facebook. Viðbrögðin eru ef til vill til marks um að nokkur óhugnaður hefur gripið um sig í þjóðfélaginu og ekki að tilefnislausu. Steinar hefur sett fram hugmynd sem gengur út á að sporna við fæti gegn þeim óhuganlegu slysum sem frá hefur verið greint að undanförnu sem felast í því að dekk hjóla eru losuð þannig að reiðhjólamenn, oft börn og unglingar, steypast á höfuðið. Oft með skelfilegum afleiðingum. Hugmyndin gengur út á að herða dragbönd úr plasti um augað á stönginni sem er flýtiherðing dekks og um gaffalinn.Arminn má festa með plastbensli Steinar birtir mynd af því hvernig þetta virkar og lætur fylgja með orðsendingu: „Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna. Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.Hér má sjá mynd af því ráði sem Steinar leggur í púkkið.Með því að herða plastbensli yfir arminn á rónni má jafnvel koma í veg fyrir að hún sé losuð en í öllu falli ætti að vera augljóst ef átt hefur verið við hana.“Óhugnaður ríkir innan Langholtsskóla Steinar segir að þessi dragbönd megi fá í flestum byggingavöruverslunum, þá í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum til að hemja. Steinar segir myndina sýna minni gerð af dragböndum en stærri gerðirnar eru mjög sterkar. „Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“ Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta bragð sé í sjálfu sér ekki að fara að laga neina óæskilega hegðun eins né neins.Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta muni ekki skrúfa fyrir þær hvatir sem að baki búa en vonar að þetta geti orðið til að hægja á illvirkjunum.„En, þetta gæti komið í veg fyrir að þeir geri það sem þeir ætla sér af hvaða hvötum sem það er. Vona að það sé fyrst og fremst óvitaskapur, ef þetta er gert af illum hvötum en óhugnanlegt að er hugsa til þess að börn séu að gera svona. Vonandi að foreldrar kíki við hjá börnum sínum og fari yfir þetta.“ Steinar herðir reglulega upp á festingum á dekkjum hjóls sonar síns sem er í Langholtsskóla. En, einn félagi sonar hans, eða krakki sem hann kannast við, lenti í þessu. „Þá skoðaði ég hjól sonar míns. Ég var að nota svona strapper og hugmyndin kviknaði.“ Steinar segir það rétt að nokkur óhugnaður ríki vegna þessa í Langholtsskóla. Þar hafi barn lent í þessu og hefur mikið verið um það rætt á Facebookvegg foreldrafélagsins þar.
Börn og uppeldi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15 Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15
Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent