Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2019 19:30 Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur. Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur.
Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira