Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2019 19:30 Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur. Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira
Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. Úr amfetamínvökva- eða basa fæst svokallað amfetamínsúlfat sem er blandað íblöndunarefni áður en efnið fer í dreifingu sem amfetamín. Að sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum getur verið nokkuð flókið að finna vökvann þegar hann er fluttur inn til landsins. Af honum er ekki sama lykt og á síðustu árum hafa komið upp nokkur mál þar sem vökvinn er falinn á frumlegan hátt. „Þetta er flutt inn í ýmsum ílátum. Þess vegna vínflöskum eða einhverju öðru," segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Innflutningurinn virðist þó hafa stóraukist miðað við magnið sem tollayfirvöld í Keflavík hafa haldlagt á síðustu árum. Árið 2016 var lagt hald á 292 ml. og árið 2017 var lagt hald á 700 ml. Í fyrra var magnið 1.750 ml. en það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 2.460 ml.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Nokkra sérþekkingu þarf til að vinna efnið er unnið úr vökvanum og er það gert í svokölluðum amfetamínverksmiðjum hér á landi. Úr honum verður til margfalt magn í formi afmetamíns. „Þumalfingurareglan gæti verið sú að úr einum lítra geta orðið til fjögur kíló af amfetamíni í þurru formi eða í töfluformi og þá er styrkleikinn í kringum þrjátíu prósent. Á götunni gæti þetta verið með um 10 prósent styrkleika þannig að það er hægt að fá úr þessu um tíu til tólf kíló," segir Ólafur. Magnið sem hefur verið haldlagt á þessu ári hefði því til að mynda getað orðið að um tuttugu og fimm kílóum af amfetamíni. Ólafur segir lögreglu ekki hafa upplýsingar um umfangsmeiri starfsemi í verksmiðjum hér á landi þrátt fyrir aukinn innflutning á vökvanum. „Áhyggjuefnið er að sjálfsögðu að það er greinilegt að eftirspurnin er fyrir hendi og það gefur okkur hvata til að fylgjast eins vel með og við getum," segir Ólafur.
Fíkn Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira