Hafa rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu: „Alltof algengt hjá fólki milli tvítugs og þrítugs“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. október 2019 19:00 Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Sá yngsti var tvítugur. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu. Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Embætti landlæknis hefur því fylgst grannt með þróuninni í ár. „Við erum að fylgjast náið með þessu núna og fram í ágúst höfum við haft þrjátíu og eitt andlát til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, yfirmaður lyfjateymis embættis landlæknis. Dánarmeinaskrá eigi þó eftir að staðfesta að lyfin hafi valdið andlátunum. „Það eru níu af þessum þrjátíu og einum sem eru undir þrítugu,“ segir Ólafur. Sá yngsti hafi verið tvítugur. „Því miður er þessi aldur frá tvítugu og upp í þrítugt alltof algengt.“ Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja eða ópíóíða en það eru sterk verkjalyf, til dæmis Oxycontin. „Það er algengast að þetta sé einhvers konar kokteill hjá fólkinu. Það voru sautján af þessum þrjátíu og eina sem greindus með þrjú eða fleiri lyf og oft í bland við önnur efni. Við sjáum þessa yngri, að þeir hafa verið að taka ópíóíða, eins róandi lyf í bland við ólögleg efni. En þeir sem eru eldri, þá er meira ráðandi áfengi í bland við þunglyndislyf og róandi lyf,“ segir Ólafur og bætir við það geti verið stórhættulegt að blanda lyfjum. Þá segir Ólafur að í fæstum málunum hafi fólkið fengið ópíóíðunum ávísað. „Það fær þetta með einhverjum örðum leiðum.“ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12 Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15 Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Sá yngsti var tvítugur. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu. Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Embætti landlæknis hefur því fylgst grannt með þróuninni í ár. „Við erum að fylgjast náið með þessu núna og fram í ágúst höfum við haft þrjátíu og eitt andlát til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, yfirmaður lyfjateymis embættis landlæknis. Dánarmeinaskrá eigi þó eftir að staðfesta að lyfin hafi valdið andlátunum. „Það eru níu af þessum þrjátíu og einum sem eru undir þrítugu,“ segir Ólafur. Sá yngsti hafi verið tvítugur. „Því miður er þessi aldur frá tvítugu og upp í þrítugt alltof algengt.“ Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja eða ópíóíða en það eru sterk verkjalyf, til dæmis Oxycontin. „Það er algengast að þetta sé einhvers konar kokteill hjá fólkinu. Það voru sautján af þessum þrjátíu og eina sem greindus með þrjú eða fleiri lyf og oft í bland við önnur efni. Við sjáum þessa yngri, að þeir hafa verið að taka ópíóíða, eins róandi lyf í bland við ólögleg efni. En þeir sem eru eldri, þá er meira ráðandi áfengi í bland við þunglyndislyf og róandi lyf,“ segir Ólafur og bætir við það geti verið stórhættulegt að blanda lyfjum. Þá segir Ólafur að í fæstum málunum hafi fólkið fengið ópíóíðunum ávísað. „Það fær þetta með einhverjum örðum leiðum.“
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12 Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15 Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12
Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15
Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15