Hafa rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu: „Alltof algengt hjá fólki milli tvítugs og þrítugs“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. október 2019 19:00 Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Sá yngsti var tvítugur. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu. Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Embætti landlæknis hefur því fylgst grannt með þróuninni í ár. „Við erum að fylgjast náið með þessu núna og fram í ágúst höfum við haft þrjátíu og eitt andlát til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, yfirmaður lyfjateymis embættis landlæknis. Dánarmeinaskrá eigi þó eftir að staðfesta að lyfin hafi valdið andlátunum. „Það eru níu af þessum þrjátíu og einum sem eru undir þrítugu,“ segir Ólafur. Sá yngsti hafi verið tvítugur. „Því miður er þessi aldur frá tvítugu og upp í þrítugt alltof algengt.“ Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja eða ópíóíða en það eru sterk verkjalyf, til dæmis Oxycontin. „Það er algengast að þetta sé einhvers konar kokteill hjá fólkinu. Það voru sautján af þessum þrjátíu og eina sem greindus með þrjú eða fleiri lyf og oft í bland við önnur efni. Við sjáum þessa yngri, að þeir hafa verið að taka ópíóíða, eins róandi lyf í bland við ólögleg efni. En þeir sem eru eldri, þá er meira ráðandi áfengi í bland við þunglyndislyf og róandi lyf,“ segir Ólafur og bætir við það geti verið stórhættulegt að blanda lyfjum. Þá segir Ólafur að í fæstum málunum hafi fólkið fengið ópíóíðunum ávísað. „Það fær þetta með einhverjum örðum leiðum.“ Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12 Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15 Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Grunur leikur á að níu einstaklingar undir þrjátíu ára aldri hafi látist á þessu ári af völdum lyfjaeitrunar. Sá yngsti var tvítugur. Embætti landlæknis hefur rannsakað þrjátíu og eitt lyfjatengt dauðsfall á árinu. Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Embætti landlæknis hefur því fylgst grannt með þróuninni í ár. „Við erum að fylgjast náið með þessu núna og fram í ágúst höfum við haft þrjátíu og eitt andlát til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, yfirmaður lyfjateymis embættis landlæknis. Dánarmeinaskrá eigi þó eftir að staðfesta að lyfin hafi valdið andlátunum. „Það eru níu af þessum þrjátíu og einum sem eru undir þrítugu,“ segir Ólafur. Sá yngsti hafi verið tvítugur. „Því miður er þessi aldur frá tvítugu og upp í þrítugt alltof algengt.“ Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja eða ópíóíða en það eru sterk verkjalyf, til dæmis Oxycontin. „Það er algengast að þetta sé einhvers konar kokteill hjá fólkinu. Það voru sautján af þessum þrjátíu og eina sem greindus með þrjú eða fleiri lyf og oft í bland við önnur efni. Við sjáum þessa yngri, að þeir hafa verið að taka ópíóíða, eins róandi lyf í bland við ólögleg efni. En þeir sem eru eldri, þá er meira ráðandi áfengi í bland við þunglyndislyf og róandi lyf,“ segir Ólafur og bætir við það geti verið stórhættulegt að blanda lyfjum. Þá segir Ólafur að í fæstum málunum hafi fólkið fengið ópíóíðunum ávísað. „Það fær þetta með einhverjum örðum leiðum.“
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12 Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15 Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. 10. maí 2019 20:12
Dauðsföllum vegna lyfseðilsskyldra lyfja fækkað frá því í fyrra Dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja hefur fækkað um helming það sem af er ári miðað við sama tímabil í fyrra. 9. júní 2019 21:15
Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. 25. ágúst 2019 20:15