Nýr Brexit-samningur í höfn Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2019 09:47 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. Bresk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB hafa átt í viðræðum um lagalegan texta, en bæði breska þingið og þing aðildarríkja þurfa að staðfesta samninginn áður en hann öðlast gildi. Johnson greindi frá samkomulaginu á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir samninginn „frábæran“ og að með honum „taki Bretland aftur yfir stjórn“. DUP, flokkur írskra sambandssinna á breska þinginu sem vörðu stjórn Theresu May falli, lýsti því yfir í morgun að flokkurinn gæti ekki stutt samninginn eins og hann liti út nú. Sú yfirlýsing eigi enn við eftir tilkynningu forsætisráðherrans um að nýr samningur sé í höfn.We've got a great new deal that takes back control — now Parliament should get Brexit done on Saturday so we can move on to other priorities like the cost of living, the NHS, violent crime and our environment #GetBrexitDone#TakeBackControl — Boris Johnson (@BorisJohnson) October 17, 2019Johnson þarf nú að fá breska þingið til að samþykkja samninginn fyrir laugardag, ellegar má gera ráð fyrir að hann muni fara fram á frekari frestun útgöngu. Breska þingið hefur verið kallað til fundar á laugardag. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hvatt þingið til að hafna samningnum, sem hann segir verri en þann sem Theresa May, forseti Johnson í starfi, náði í viðræðum sínum við ESB. Má því vera ljóst að það er síður en svo öruggt að breska þingið samþykki samning Johnson. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur snúið að málefnum Norður-Írlands og staða svæðisins eftir Brexit. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samninginn vera „sanngjarnan“ og byggi á jafnræði. Hafa bæði Juncker og Johnson hvatt til þess að samningurinn verði samþykktur.Where there is a will, there is a #deal - we have one! It’s a fair and balanced agreement for the EU and the UK and it is testament to our commitment to find solutions. I recommend that #EUCO endorses this deal. pic.twitter.com/7AfKyCZ6k9 — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) October 17, 2019Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexitmálum, segir að samkomulag um varðandi fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands hafi náðst. Felur það í sér að hægt verði að koma í veg fyrir „hörð landamæri“, en á sama tíma viðhalda heilindum innri markaðarins. Sömuleiðis verði Norður-Írland hluti breska tollasvæðisins."The EU and the UK were fully committed to protect peace and stability on the island of Ireland" - EU chief negotiator Michel Barnier says Brexit discussions "have been difficult, but we have delivered"https://t.co/XDLy5AR6iDpic.twitter.com/Dd5MWVYHSj — BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 17, 2019Barnier sagði að ákvæði samningsins um fyrirkomulag á Norður-Írlandi hvíli á fjórum stoðum:Að Evrópureglur verði áfram í gildi á Norður-Írlandi á ákveðnum sviðum, sér í lagi þegar kemur að vöruviðskiptum.Að Norður-Írland verði áfram hluti breska tollasvæðisins, en „verði áfram gátt fyrir innri markað Evrópusambandsins“.Að í gildi verði samningur um að viðhalda heilindum innri markaðarins og þóknast lögmætum óskum breska yfirvalda varðandi virðisaukaskatt.Að fulltrúar á norður-írska þinginu verði gert kleift að ákveða á fjögurra ára frestihvort að Evrópureglur skuli gilda á svæðinu eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. Bresk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB hafa átt í viðræðum um lagalegan texta, en bæði breska þingið og þing aðildarríkja þurfa að staðfesta samninginn áður en hann öðlast gildi. Johnson greindi frá samkomulaginu á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir samninginn „frábæran“ og að með honum „taki Bretland aftur yfir stjórn“. DUP, flokkur írskra sambandssinna á breska þinginu sem vörðu stjórn Theresu May falli, lýsti því yfir í morgun að flokkurinn gæti ekki stutt samninginn eins og hann liti út nú. Sú yfirlýsing eigi enn við eftir tilkynningu forsætisráðherrans um að nýr samningur sé í höfn.We've got a great new deal that takes back control — now Parliament should get Brexit done on Saturday so we can move on to other priorities like the cost of living, the NHS, violent crime and our environment #GetBrexitDone#TakeBackControl — Boris Johnson (@BorisJohnson) October 17, 2019Johnson þarf nú að fá breska þingið til að samþykkja samninginn fyrir laugardag, ellegar má gera ráð fyrir að hann muni fara fram á frekari frestun útgöngu. Breska þingið hefur verið kallað til fundar á laugardag. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hvatt þingið til að hafna samningnum, sem hann segir verri en þann sem Theresa May, forseti Johnson í starfi, náði í viðræðum sínum við ESB. Má því vera ljóst að það er síður en svo öruggt að breska þingið samþykki samning Johnson. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur snúið að málefnum Norður-Írlands og staða svæðisins eftir Brexit. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samninginn vera „sanngjarnan“ og byggi á jafnræði. Hafa bæði Juncker og Johnson hvatt til þess að samningurinn verði samþykktur.Where there is a will, there is a #deal - we have one! It’s a fair and balanced agreement for the EU and the UK and it is testament to our commitment to find solutions. I recommend that #EUCO endorses this deal. pic.twitter.com/7AfKyCZ6k9 — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) October 17, 2019Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexitmálum, segir að samkomulag um varðandi fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands hafi náðst. Felur það í sér að hægt verði að koma í veg fyrir „hörð landamæri“, en á sama tíma viðhalda heilindum innri markaðarins. Sömuleiðis verði Norður-Írland hluti breska tollasvæðisins."The EU and the UK were fully committed to protect peace and stability on the island of Ireland" - EU chief negotiator Michel Barnier says Brexit discussions "have been difficult, but we have delivered"https://t.co/XDLy5AR6iDpic.twitter.com/Dd5MWVYHSj — BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 17, 2019Barnier sagði að ákvæði samningsins um fyrirkomulag á Norður-Írlandi hvíli á fjórum stoðum:Að Evrópureglur verði áfram í gildi á Norður-Írlandi á ákveðnum sviðum, sér í lagi þegar kemur að vöruviðskiptum.Að Norður-Írland verði áfram hluti breska tollasvæðisins, en „verði áfram gátt fyrir innri markað Evrópusambandsins“.Að í gildi verði samningur um að viðhalda heilindum innri markaðarins og þóknast lögmætum óskum breska yfirvalda varðandi virðisaukaskatt.Að fulltrúar á norður-írska þinginu verði gert kleift að ákveða á fjögurra ára frestihvort að Evrópureglur skuli gilda á svæðinu eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59
Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22
Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59