Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 12:42 Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino´s á Íslandi. Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. Þetta kemur fram í svörum framkvæmdastjóra Domino‘s á Íslandi og upplýsingafulltrúa Domino's Pizza Group við fyrirspurnum fréttastofu.Sjá einnig: Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Greint var frá því í dag að Domino's Pizza Group hefði í hyggju að selja rekstur sinn á erlendum mörkuðum, m.a. á Íslandi. Félagið rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino's á Bretlandi og Írlandi og í Sviss, Liechtenstein, Noregi og Svíþjóð, auk Íslands. Reksturinn í Noregi hefur verið sérlega þungur síðustu misseri og þá seldi félagið alla veitingastaði sína í Danmörku fyrr á þessu ári. Nina Arnott upplýsingafulltrúi Domino's Pizza Group segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að salan sé á frumstigi. Enn sé of snemmt að segja til um það hvenær nýir eigendur taki við vörumerki og veitingastöðum Domino's á umræddum mörkuðum. Salan muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur veitingastaðanna, allt gangi áfram sinn vanagang. Ekki fékkst svar við því hvort viðræður væru hafnar við vænlega kaupendur. Frá Domino's í Hafnarfirði.Vísir/vilhelmBirgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, tekur í sama streng. Hann segir í samtali við Vísi að engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstri veitingastaðanna. Þá gangi reksturinn enn fremur vel. Í árshlutauppgjöri Domino's Pizza Group var minnst á að einum veitingastað félagsins á Íslandi hefði verið lokað á þriðja ársfjórðungi. Birgir Örn segir að veitingastað Domino's á Höfðabakka hafi vissulega verið lokað í ágúst síðastliðnum en það eigi sér einfaldar skýringar. Nýir eigendur húsnæðisins hafi viljað notað það sjálfir. Leit stendur nú yfir að nýju húsnæði undir Domino's í hverfinu. Domino's Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu áðurnefnds Birgis Arnar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino's á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. Þetta kemur fram í svörum framkvæmdastjóra Domino‘s á Íslandi og upplýsingafulltrúa Domino's Pizza Group við fyrirspurnum fréttastofu.Sjá einnig: Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Greint var frá því í dag að Domino's Pizza Group hefði í hyggju að selja rekstur sinn á erlendum mörkuðum, m.a. á Íslandi. Félagið rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino's á Bretlandi og Írlandi og í Sviss, Liechtenstein, Noregi og Svíþjóð, auk Íslands. Reksturinn í Noregi hefur verið sérlega þungur síðustu misseri og þá seldi félagið alla veitingastaði sína í Danmörku fyrr á þessu ári. Nina Arnott upplýsingafulltrúi Domino's Pizza Group segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að salan sé á frumstigi. Enn sé of snemmt að segja til um það hvenær nýir eigendur taki við vörumerki og veitingastöðum Domino's á umræddum mörkuðum. Salan muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur veitingastaðanna, allt gangi áfram sinn vanagang. Ekki fékkst svar við því hvort viðræður væru hafnar við vænlega kaupendur. Frá Domino's í Hafnarfirði.Vísir/vilhelmBirgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, tekur í sama streng. Hann segir í samtali við Vísi að engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstri veitingastaðanna. Þá gangi reksturinn enn fremur vel. Í árshlutauppgjöri Domino's Pizza Group var minnst á að einum veitingastað félagsins á Íslandi hefði verið lokað á þriðja ársfjórðungi. Birgir Örn segir að veitingastað Domino's á Höfðabakka hafi vissulega verið lokað í ágúst síðastliðnum en það eigi sér einfaldar skýringar. Nýir eigendur húsnæðisins hafi viljað notað það sjálfir. Leit stendur nú yfir að nýju húsnæði undir Domino's í hverfinu. Domino's Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu áðurnefnds Birgis Arnar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino's á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum.
Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45
Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04
Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent