Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. október 2019 19:00 Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. Johnson og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem þeir kynntu hinn nýja útgöngusamning. „Ég tel þetta afbragðsgóðan samning fyrir bæði Bretland og Evrópusambandið,“ sagði breski forsætisráðherrann. „Við erum komin með samning. Þessi samningur þýðir það að nú er ekki þörf á neinni frestun,“ sagði Juncker og bætti því við að samningurinn væri sanngjarn. Með honum væri tryggður nokkur stöðugleiki á þessum óvissutímum. En þótt Juncker sjái ekki þörf á frekari frestun útgöngu er ekki víst að breskir þingmenn séu sammála. Breska þingið þarf að samþykkja plaggið í síðasta lagi á laugardag ef Johnson á ekki að þurfa að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngu enn á ný. Hinn norðurírski Lýðræðislegi sambandsflokkur ætlar ekki að styðja samninginn og ekki Frjálslyndir Demókratar heldur. Íhaldsflokkur Johnsons hefur ekki meirihluta á þingi og þarf forsætisráðherrann því að treysta á að flokkurinn klofni ekki í afstöðu sinni til málsins, líkt og gerðist með samning Theresu May, og að einhverjir þingmenn Verkamannaflokksins greiði atkvæði með samningnum. „Við erum ósátt við samninginn og munum að öllu óbreyttu greiða atkvæði gegn honum, en við eigum auðvitað eftir að renna yfir öll smáatriðin,“ sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. Evrópskir leiðtogar og þing þurfa einnig að taka afstöðu til samningsins. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagðist vongóð á fundi leiðtogaráðs ESB í dag. „Ég þori ekki að tala fyrir aðra en ég tel að margir séu sammála mér um það að fyrst það tókst að ná samningi á síðustu stundu ættum við að styðja hann.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira