Fallegar sögur um aukin lífsgæði Drífa Snædal skrifar 18. október 2019 15:30 Það er sannkölluð gósentíð í grasrótarstarfi verkalýðshreyfingarinnar um þessar mundir. Þing landssambands Verslunarmanna stendur nú yfir á Akureyri og Starfsgreinasambandið, landssamband verkafólks, heldur sitt þing í næstu viku. Að auki hef ég haft ánægju af að hitta félagsmenn Einingar-Iðju á Akureyri og Eflingar í Reyjavík í vikunni. Formannafundur Alþýðusambandsins fór svo fram á miðvikudaginn en þar var tekin staðan í þeim fjölmörgu verkefnum sem kjarasamningarnir frá því í vor fólu okkur. Samtals eru þetta hundruð fulltrúa, trúnaðarmanna á vinnustöðum, almennra félagsmanna og kjörinna fulltrúa sem eru í stöðugu og lifandi samtali um hreyfinguna okkar, brýnustu úrlausnarefnin og framtíðarsýn. Hjartsláttur fjöldahreyfingar vinnandi fólks er nánast áþreifanlegur í vikum eins og þessari. Ég hef tekið þátt í mjög fjörugum umræðum um húsnæðismál, fengið hörmungarsögur frá fólki en líka fallegar sögur um stórkostlega aukin lífsgæði þar sem fólk fer úr ómögulegu, dýru og þröngu húsnæði í skjól leiguíbúða reknum af hreyfingunni sjálfri í gegnum Bjarg íbúðafélag. Það er fátt sem eykur lífsgæði eins og úrlausn húsnæðismála. Þá erum við ekki bara að tala um fólkið sjálft sem kemst í öruggt og viðunandi húsnæði heldur líka foreldra sem losna við börnin að heiman og þau lífsgæði að vita af afkomendum í öruggu skjóli. Stytting vinnuvikunnar hefur líka verið mjög til umfjöllunar í samhengi við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum. Ég er þess fullviss að við séum lögð af stað í vegferð þar sem krafan um styttri vinnuviku verður sífellt háværari. Þau sem hafa reynt á eigin skinni hvað til þess að gera lítil stytting gefur mikil gæði eru heitustu talsmenn þessa verkefnis. Það verður spennandi að fylgjast með auknum þunga í umræðunni eftir því sem samningar um styttingu á almenna vinnumarkaðnum komast til framkvæmda og vonandi verða tekin góð skref í þessa átt í opinberu samningunum líka. Undiraldan er sterk og fer vaxandi.Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Það er sannkölluð gósentíð í grasrótarstarfi verkalýðshreyfingarinnar um þessar mundir. Þing landssambands Verslunarmanna stendur nú yfir á Akureyri og Starfsgreinasambandið, landssamband verkafólks, heldur sitt þing í næstu viku. Að auki hef ég haft ánægju af að hitta félagsmenn Einingar-Iðju á Akureyri og Eflingar í Reyjavík í vikunni. Formannafundur Alþýðusambandsins fór svo fram á miðvikudaginn en þar var tekin staðan í þeim fjölmörgu verkefnum sem kjarasamningarnir frá því í vor fólu okkur. Samtals eru þetta hundruð fulltrúa, trúnaðarmanna á vinnustöðum, almennra félagsmanna og kjörinna fulltrúa sem eru í stöðugu og lifandi samtali um hreyfinguna okkar, brýnustu úrlausnarefnin og framtíðarsýn. Hjartsláttur fjöldahreyfingar vinnandi fólks er nánast áþreifanlegur í vikum eins og þessari. Ég hef tekið þátt í mjög fjörugum umræðum um húsnæðismál, fengið hörmungarsögur frá fólki en líka fallegar sögur um stórkostlega aukin lífsgæði þar sem fólk fer úr ómögulegu, dýru og þröngu húsnæði í skjól leiguíbúða reknum af hreyfingunni sjálfri í gegnum Bjarg íbúðafélag. Það er fátt sem eykur lífsgæði eins og úrlausn húsnæðismála. Þá erum við ekki bara að tala um fólkið sjálft sem kemst í öruggt og viðunandi húsnæði heldur líka foreldra sem losna við börnin að heiman og þau lífsgæði að vita af afkomendum í öruggu skjóli. Stytting vinnuvikunnar hefur líka verið mjög til umfjöllunar í samhengi við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum. Ég er þess fullviss að við séum lögð af stað í vegferð þar sem krafan um styttri vinnuviku verður sífellt háværari. Þau sem hafa reynt á eigin skinni hvað til þess að gera lítil stytting gefur mikil gæði eru heitustu talsmenn þessa verkefnis. Það verður spennandi að fylgjast með auknum þunga í umræðunni eftir því sem samningar um styttingu á almenna vinnumarkaðnum komast til framkvæmda og vonandi verða tekin góð skref í þessa átt í opinberu samningunum líka. Undiraldan er sterk og fer vaxandi.Höfundur er forseti ASÍ
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar